Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 99
Eimreiðin]
Phocas.
Efíir Per Haliström.
Phocas átti heima kippkorn fyrir utan múra Sinopes, í jurtagarSi
nokkrum, er hann haföi eignast sem erföafé fyrir æöi löngu.
Garður þessi var einmitt hæfilega stór til þess aö hann gæti
annast hann einsamall. Hann var önnum kafinn viö1 hann all-
an daginn, frá sólarupprás til sólarlags.
Það var margt, sem þurfti að taka hendi til; það þurfti að skera
af aldintrjánum ónýtar greinar og græða nýjar á sárið, og binda
um það með spelkum og viðljum; það þurfti að skera af vin-
viðnum, þar sem hann var kominn í hálfgerða flækju, og binda
hann upp svo að hann nyti sólarinnar sem bezt; það þurfti að sá
og planta út grænmeti, vökva þvi og verja það ofhita; það þurfti
að tína burtu snigla, og það þurfti að brenna hrísi á vorin, til
þess að varna því að kuldinn gæti orðið blómunum að fjörtjóni.
Á kvöldin, þegar hann hafði lokið dagsverki sínu, var andlit
hans brosleitt og ánægjulegt, og hann verkjaðli í bakið og útlim-
ina af þreytu.
Hann svaf líka mæta vel, og öll tilbreytingin í lífi hans var
sú, er árstíðirnar höfðu í för með sér. En þær liðu svo hóglega
hver inn i aðra, að honum datt sjaldan i hug aðl fara að leggja
þær saman og gera úr þeim ár, né heldur að fara að grauta í
því, hve mörg þeirra hann hefði lifað og hve mörg hann gæti
nú átt eftir að lifa.
Stundum bar ferðlamenn að garðshliðinu hans, og drápu þeir
þar á, þegar fætur þeirra voru of þrútnir til þess að geta borið
þá alla leið inn í borgina, eða þegar þeir höfðu enga peninga til
þess að borga gistingu með. Phocas tók þeim öllum jafn vin-
7*