Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 95
Eimreiðin]
BEINASTA LEIÐIN
95
„Eg vissi fyrir löngu, aö stríðið er ranglæti,“ segir hann.
„Því lengur sem eg lít á þaö og hugsa um þaö, þvi betur sé
eg þaö. Bölvun guös er yfir því. Eg hefi drepið marga menn,
og enginn þeirra hefir þó gert mér það minsta. Nú ætla eg
aldrei framar að drepa mann.“
Hann beit fast á jaxlinn og hvesti augun. En hinn svaraði
engu.
„í fyrra málið ætla eg að segja það við foringjann frammi
fyrir herdeildinni: ,Nú berst eg ekki lengur.‘“
Jóhann svarar: „En þú veist þó líklega ....“
„Já, auðvitað veit eg það. Eg verð settur upp við vegg og
skotinn;“
„Og svo þegar þú ert dauður, hvað þá?“
„Eg verð kallaður raggeit, og konan mín roðnar mín vegna.
Mér þykir verst að þurfa að gera Betu kinnroða. En það er
ekki um annað að tala.“
Það líður ofurlítil stund. Svo bætir hann við: „Eg er ekki
raggeit. Það veist þú vel. Ef eg væri það, þá væri eg kyr, í
von urn líf. Nú geng eg í bráðan bana.“
„Nú,“ segir Jóhann, „hvers vegna?“
„Eg get ekki annað, fremur en mikilmennið Lúther. Eg vil
sýna félögaim mínum hvað rétt er — og deyja. Ef til vill læra
þeir af því — og halda lífi. Klukkan fjögur fáum við skipun
um að ganga út, og þá ætla eg að segja það, og um sólarupp-
komu verð eg dauður. Þú átt nú reyndar heima fjarri mínu
heimili, en þú gerir það nú samt fyrir mig að skrifa Betu
um það.“
„Nei,“ svaraði Jóhann.
„Ekki það? Af hverju?“
„Af því að eg ætla líka að gera þetta. Eg berst ekki lengur.
Það er ekki þín vegna! Eg var einmitt að hugsa um þetta sama.“
Það var þögn drykklanga stund. Þá segir Schwitz:
„Jæja. Þá verðum við tveir. Ágætt. Það verður því áhrifa-
meira. En þá verð eg að biðja þennan mann hinu megin við
mig að skrifa fyrir mig.ý
Þeim var ekki alveg ljóst sjálfum, hvernig þeim datt þetta