Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 75
Eimreiðin] HELJARTÖK MIÐALDAVELDANNA
75
biskupar bjóða þér og skipa að skunda niður úr stóli hins
heilaga Péturs, sem þú hefir hrifsað með valdi.“ því næst
skoraði hann á klerkana að koma til móts við konung'inn
og taka við nýjum páfa af hans hendi. Bréf hafði hann
og meðferðis. Eitt þeirra endaði með þessum orðum:
„Snáfaðu burtu, snáfaðu burtu, þú eilíflega fyrirdæmdi!“
Klerkarnir hlupu á fætur, og hefðu vafalaust gengið af
Roland dauðum, ef Gregoríus hefði ekki hætt lífi sínu
til að bjarga honum undan.
Og nú var tekið til óspiltra málanna. Allir, sem höfðu
skrifað undir ákvæði Worms- og Langbarðalands-fundar-
ins, voru settir í stærsta páfabann. Og Gregoríus gaf út
boð svolátandi: „Eg fyrirbýð Hinrik að stjórna hinu þýska
og ítalska ríki, leysi alla kristna menn frá öllum þeirra
loforðum og trúnaðareiðum við hann og fyrirbýð öllum
að sýna honum hollustu. ... Og með því að hann hefir
haft samneyti við þá menn, sem í banni eru, og hefir
framið margs konar ranglæti, þá lýsi eg bölvun yfir
honum.“
Aldrei hafði slíkt heyrst fyr. Allar bannfæringar voru
eins og ekkert hjá þessu. Hér sést kenning og krafa Hildi-
brands í því skýrasta ljósi, sem unt er. Konungar og
keisarar áttu að beygja sig og hlýða. Og ekkert getur
betur sýnt hvílík ógn og skelfing mönnum stóð af orðum
páfanna á blómatíma kaþólskunnar, en þau feiknaáhrif,
sem þessi yfirlýsing Gregoríusar hafði.
VI.
Hinrik var staddur í Utrekt þegar honum bárust tíð-
indin frá Róm. Hann hafði farið miklar sigurfarir, hverja
eftir aðra, og bjóst því til þess að hundsa Gregoríus og
allar hans yfirlýsingar. Nýtt þing ætlaði hann að halda í
Worms og kjósa þar páfa í stað Gregoríusar. En það leið
ekki á löngu áður en hann fór að sjá alvöruna. Biskup-
arnir, sem ritað höfðu uudir afsetningu Gregoríusar í