Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Page 75

Eimreiðin - 01.01.1918, Page 75
Eimreiðin] HELJARTÖK MIÐALDAVELDANNA 75 biskupar bjóða þér og skipa að skunda niður úr stóli hins heilaga Péturs, sem þú hefir hrifsað með valdi.“ því næst skoraði hann á klerkana að koma til móts við konung'inn og taka við nýjum páfa af hans hendi. Bréf hafði hann og meðferðis. Eitt þeirra endaði með þessum orðum: „Snáfaðu burtu, snáfaðu burtu, þú eilíflega fyrirdæmdi!“ Klerkarnir hlupu á fætur, og hefðu vafalaust gengið af Roland dauðum, ef Gregoríus hefði ekki hætt lífi sínu til að bjarga honum undan. Og nú var tekið til óspiltra málanna. Allir, sem höfðu skrifað undir ákvæði Worms- og Langbarðalands-fundar- ins, voru settir í stærsta páfabann. Og Gregoríus gaf út boð svolátandi: „Eg fyrirbýð Hinrik að stjórna hinu þýska og ítalska ríki, leysi alla kristna menn frá öllum þeirra loforðum og trúnaðareiðum við hann og fyrirbýð öllum að sýna honum hollustu. ... Og með því að hann hefir haft samneyti við þá menn, sem í banni eru, og hefir framið margs konar ranglæti, þá lýsi eg bölvun yfir honum.“ Aldrei hafði slíkt heyrst fyr. Allar bannfæringar voru eins og ekkert hjá þessu. Hér sést kenning og krafa Hildi- brands í því skýrasta ljósi, sem unt er. Konungar og keisarar áttu að beygja sig og hlýða. Og ekkert getur betur sýnt hvílík ógn og skelfing mönnum stóð af orðum páfanna á blómatíma kaþólskunnar, en þau feiknaáhrif, sem þessi yfirlýsing Gregoríusar hafði. VI. Hinrik var staddur í Utrekt þegar honum bárust tíð- indin frá Róm. Hann hafði farið miklar sigurfarir, hverja eftir aðra, og bjóst því til þess að hundsa Gregoríus og allar hans yfirlýsingar. Nýtt þing ætlaði hann að halda í Worms og kjósa þar páfa í stað Gregoríusar. En það leið ekki á löngu áður en hann fór að sjá alvöruna. Biskup- arnir, sem ritað höfðu uudir afsetningu Gregoríusar í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.