Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 54
54
GUÐINN GLERAUGNA JÓI
t Eimreíðin
öndinni yfir þessu filtæki mínu, þaS sá eg á þeim, aö eg skyldi
sitja á guöinum, en svo náöu þeir sér strax og fóru aö dýrka
mig í ákafa. Og þaö get eg sagt yöur meö sanni, að mér þótti
nú taka að vænkast mitt ráö, þó að mér væri ómótt í þessum
búningi.
„Þaö var eitt, sem gjöröi mér órótt, og það var það, hvernig
mennirnir í bátnum snerust í þessu máli, þegar þeir kæmu heim.
Ef þeir hefðu séö mig i bátnum, áður en eg fór ofan í og meðan
eg var berhöfðaður — því að hver vissi nema þeir hefðu verið
á gægjum um morguninn — þá var mjög hætt við, að þeir tækju
aðra stefnu i þessu máli. Þetta kvaldi mig skrattalega í marga
klukkutíma, að því er mér fanst, þangað til þeir komu með
brauki og bramli.
„En það gekk í þá. Það gekk í þá alla, blessaða aulana. Eg
varð að sitja þarna hreyfingarlaus og uppréttur, eg þori að segja
í eina tólf tíma, eg reyndi að vera eins líkur egypsku guðun-
um, sem við höfum séð myndir af, eins og eg gat framast. Og
það tókst. Þér getið varla gjört yður í hugarlund, hve erfitt
það var í vellandi hitanum og fýlunni. Eg held að engan þeirra
hafi grunað, að það væri maður innan í honum. Eg var ekkert
annað en dýrðlegur, stóreflis leðurguð, sem kom upp úr sjón-
um með höpp og gæfu handa þeim. En þreytan! Og svækjan!
Og þrengslin! Og myglulyktin og rommstækjan! Og svo mausið
í þeim! Þeir tendruðu eld á stórri hraunhellu frammi fyrir mér
og fleygðu á hann firnum af gori og klessum — úrganginum
af því, sem þeir voru að gæða sér á þar i nándinni, óþokkarnir
— og brendu það mér til lofs og dýrðar. Og ólyktin af þessu!
Eg var farinn að verða hálf-svangur, en nú get eg skilið hvers
vegna guðirnir hafa litla matarlyst þegar fórnarreykinn leggur
um þá. Svo komu þeir með ýmsa hluti, sem þeir höfðu fundið
i skútunni, og mér þótti vænt um, að sjá þar meðal annars loft-
dæluna, sem notuð var við þéttiloftsbeltið, og svo fóru nokkrir
strákar og stelpur að dansa kring um mig með aumlegustu til-
burðum. Það er skritið, hvað mennimir hafa ólíkar aðferðir til
að láta í ljósi lotningu sina. Ef eg hefði haft öxi við höndina,
skyldi hún hafa riðið í hausinn á einhverjum af þeim t- svo