Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 52
52
guðinn gleraugna jói
[Eimreiðin
„Eg stóð eins og steini lostinn og bölvaöi asnaskapnum úr
mér í sand og ösku og öllum þessum Bakkabræörahætti. Eg
var álíka fær um aö komast undan þeim niöur aö sjónum eins
og afvelta klár. Eg geröi ekkert annað en skrúfa aftur augað,
til þess að hafa hendina lausa. Hvað átti eg svo sem að gera
annað ?
„En þeir fóru sér hvergi óðslega. Mig fór að gruna margt.
,Nú, Gleraugna Jói‘, segi eg si svona, ,þeim líst svona vel á þig.‘
Eg var víst eitthvað hálf-geggjaður i hausnum af öllum þess-
um lífsháska og svo af því, hve þrýstingin var orðin minni í
blessuðu himinloftinu. ,Á hvað eruð þið að góna eins og naut
á nývirki?' segi eg, eins og villimennirnir heyrðu til mín. ,Hvern-
ig líst ykkur annars á mig? Fari eg þá kolaður, ef eg skal ekki
láta ykkur fá nokkuð að góna á,‘ segi eg, og um leið skrúfaði
eg frá þéttiloftinu í beltinu, en lokaði útrásinni, svo að eg þand-
ist út eins og líknarbelgur. Eg hlýt að hafa orðið verulega
tígulegur á velli. Fari það í hvínandi, ef þeir þorðu að koma
feti nær mér, en við og við voru þeir, hver eftir annan, að falla
á kné og fjóra fætur. Þeir vissu ekki sitt rjúkandi ráð hver eg
var, og hefir því þótt vissast að sýna mér fulla kurteisi, eins
og rétt var af þeim. Eg var hálft i hverju að hugsa um að hopa
á hæli niður að sjónum, og hlaupa svo í kaf, en fann engan mögu-
leika ti4 þess. Ef eg hefði hopað eitt fet, þá hefðu þeir hlaupið
á mig. Og svo varð það úr, að eg gekk beint til þeirra, af tómu
ráðaleysi og örvæntingu; eg gekk hægt og silalega og baðaði
út handleggjunum útblásnum, til þess að gefa allri persónunni
enn þá meiri tign. En með sjálfum mér var eg svo undur rýr,
eins og tituprjónn.
„En það er nú svona, að enginn hlutur bjargar manni eins áfram
í lífinu eins og tígulegur vöxtur — það hefi eg reynt fyr og
síðar á lífsleiðinni. Við, sem þekkjum kafarafötin frá blautu
barnsbeini, getum ekki ímyndað okkur, hver áhrif þau hafa á
einfalda villimenn. Einn eða tveir af þeim lögðu á flótta eins
og fætur toguðu, en hinir stóðu eins og steini lostnir og lömdu
á sér hausana af alefli. En eg hélt áfram, tígulegur og hæg-