Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 74
74
HELJARTÖK MIÐALDAVELDANNA [Eimreiðin
Meðan á þessu gekk kvað við lúðraþytur um alla borg-
ina og klukkum var hringt. Menn þustu til vopna sinna.
Fæstir vissu hvað til bar, og enginn hafði hugmynd um
hvar páfinn var niðurkominn. þegar dagur rann streymdi
f jarskalegur múgur upp að Kapítólíum. par barst sú fregn
að Cencíus hefði tekið páfann og var nú haldið þangað.
En þegar Cencíus sá manngrúann í ófriðarhug, glúpnaði
hann, féll fram fyrir páfa og baðst griða. Páfi kvaðst fús
að fyrirgefa mótgerðina við sig, en þar sem hann hefði
drýgt glæp við heilaga kirkju, yrði hann að fara pila-
grímsferð til Jórsala. Cencíus flýði. Páfinn lét þegar flytja
sig til sömu kirkjunnar aftur, lauk messunni og hélt því
næst heim.
Gregoríus var nú staðráðinn í því, að láta til skarar
skríða. Hann skrifar Hinriki bréf, heimtar að hann láti
lausa þá biskupa, sem hann hafi í fangelsi og hlýði sín-
um boðum. Annars verði hann sniðinn af eins og fúin
grein.
Nú var Hinriki nóg boðið. Hann kallaði saman þing í
Worms 24. janúar 1076. þar var saman komið nálega
alt stórmenni þýskalands og þar á meðal Hugo Candidus
kardínáli, sá er mest vann að kosningu Hildibrands, og
var hann nú orðinn stækasti fjandmaður hans. Yar lagt
fram skjal eitt, með upptalningu á öllum örgustu löstum
og svívirðingum og Gregoríusi gefið það að sök. Tveir
einir þorðu að mæla á móti, en það var fljótlega stungið
upp í þá. pingið setti Gregoríus af páfadæminu. Sama
gerði einnig þing sem haldið var á Langbarðalandi að
fyrirsögn Hinriks.
Meðan á þessu gekk kom saman þing í Rómaborg. Er
sú saga sögð að fram fyrir þingið hafi verið borið undra-
egg eitt. Á skurninu sáust rísa upp ormar og falla jafn-
óðum. Voru prelátarnir gagnteknir af undrun yfir þessu
fyrirbrigði og þótti vita á gott. En þegar allir voru sokknir
ofan í þetta mikilvæga málefni gekk sendiherra Hinriks,
Roland af Parma, inn i salinn. Og alveg formálalaust segir
hann við páfann: „Konungurinn og allir þýskir og ítalskir