Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Side 78

Eimreiðin - 01.01.1918, Side 78
78 HELJARTÖK MIÐALDAVELDANNA [Eimreiðin pað mætti nú í fljótu bragði hugsa, að ekki væri mikill efi á, hvor sigurinn bar úr býtum, þar sem páfinn stílaði alla skilmálana og Hinrik varð öllu að taka. Og ekki verður því neitað, að viðburðurinn í Kanossa sýndi áþreif- anlega ægivald páfans. En samt er óhætt að fullyrða, að það var Hinrik sem sigraði á fundinum; það var hann, sem hafði sitt mál fram, en páfinn, sem lét undan. Hin- rik hafði reiknað rétt, þegar hann lagði á sig harmkvæli ferðarinnar til þess að ná á páfafund. En Gregoríus hafði ekki tekið þetta með í reikninginn. Sem prestur var hann skyldugur að afleysa þann, er kæmi i auðmýkt og sýndi sanna iðrun. Og það er hörmulegur vottur um aðferð Gregoríusar, að hann skyldi gleyma prestsskyldunni, skyldu sáluhirðisins við iðrandi syndara. pað var ekki eingöngu af hörku og grimd, að Gregoríus lét svo lengi standa á sér í Kanossa. pað var af því, að hann var ráðalaus. Öðru megin sá hann i veði alt sitt mikla verk, hinu megin sá hann mann, sem hann var skyldugur að leysa. Og mikið má það vera, ef Gregorius hefir ekki á þessari stundu séð að eitthvað hlaut að vera bogið við alla aðferð hans. Og þó er það ekki vist, eða ekki sést þess neinn vottur. pað er enginn eins blindur og sá, er heldur, að hann sé að berjast fyrir heilögu málefni. En í Kanossa brast sigurinn úr hendi Gregoríusar. Kirkjuvaldið var ekki nógu sterkt fyrir hann. pað fór í höndum hans eins og bogi Ólafs í höndum Einars. Hann dró svo hátt örina, að boginn brast. Kirkjan var ekki svo algerlega búin að drepa niður mannlegar tilfinningar, að menn sæju ekki, að hér var grimdarverk á ferðum, alveg ósæmandi jarli Jesú Krists á jörðunni. Gregoríus fékk á sig blett í áliti manna. Ekkert var, þó að Attila eða Genserik hefði gert slíkt verk; en páfinn! hinn heilagi faðir! Og konungshyllin var ekki dauð úr öllum æðum á pýskalandi. Jafnvel fjandmönnum Hinriks rann til rifja þessi smánarmeðferð á konunginum. Kanossa er eitt af dæmunum mörgu upp á vald sjálfsfórnarinnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.