Réttur - 01.01.1961, Blaðsíða 2
2
RÉTTUR
sigra. Sú staðreynd þarf að verða allri alþýðu íslands ljós. Það er
einmitt sökum þess, hve öflugur sósíalisminn er orðinn í heimin-
um, að yfirgangsstefna auðvaldsins hefur nú hitann í haldinu.
Smáþjóðum eins og Kúbubúum tekst að koma á hjá sér alþýðu-
stjórn, sem auðvald Ameríku hikar við að ráðast á með beinu
vopnavaldi. Vald sósíalismans í veröldinni er bæði skjól og örvun
þeim þjóðum, sem berjast fyrir frelsi sínu, en eiga afskipti erlends
auðvalds yfir höfði sér.
Það er líka fyrir mátt sósíalismans og vegna vilja yfirgnæfandi
meirihluta mannkynsins til að varðveita frið, að stríðsþjáðar þjóðir
eygja nú möguleika til þess að hindra auðvald heimsins í því að
koma af stað nýrri heimsstyrjöld, og gera sér vonir um að skapa
með allsherjarsamstarfi allra friðarafla veröld án vopna og stríðs.
Alþingi Islendinga hafði þegar 1954 samþykkt einróma að
skora á Sameinuðu þjóðirnar að koma á allsherjarafvopnun. Þjóð
vorri ber að fylkja sér sem einn maður um þessa kröfu og knýja
fram, að Island sé í fylkingarbroddi um að framfylgja henni á al-
þjóðavettvangi. Það á að vera æðsta mál íslenzku þjóðarinnar að
berjast fyrir alheimsfriði. Líf vort sem þjóðar liggur við, að sú
stefna vinni algeran sigur, svo geigvænleg hætta sem vofir yfir oss,
ef heimsstríð hefst á ný.
Sósíalisminn stígur risaskref fram á við í efnahagslegri upp-
byggingu alþýðuríkjanna. I Sovétríkjunum er 42 stunda vinnu-
vika þegar orðin staðreynd og 8% raunveruleg kauphækkun á
ári tryggð. Framundan eygir alþýða þessara landa allsnægtaþjóð-
félag kommúnismans, jafnvel einn áratugur friðsamlegrar þróunar
og afvopnunar gæti lagt grundvöll þessa framtíðarþjóðfélags.
Stormsveipur frelsisbyltinga feykir nú burtu nýlendudrottnun
evrópskra auðvaldsherra í Afríku. Síðan heimsstyrjöldinni lauk,
hafa 1500 milj. manna, sem áður bjuggu við nýlendukúgun, losnað
undan beinu pólitísku oki hennar. Það hriktir í stoðum Atlants-
hafsbandalagsins og fylgiríkja þess. í Suður-Kóreu, Suður-Vietnam,
Laos, Tyrklandi og Japan hafa brotizt út uppreisnir gegn lepp-
stjórnum ameríska auðvaldsins. Þjóðfrelsisbarátta kúgaðra þjóða
gegn yfirdrottnun og arðráni auðvaldsins í Evrópu og Ameríku
erður ekki lengur stöðvuð. Henni vex ásmegin með ári hverju.