Réttur - 01.01.1961, Page 4
4
R É T T U R
þessarar skipulögðu kreppu er nú þegar (1) stórfelld kaupgetu-
rýrnun hjá öllum almenningi, (2) atvinnuleysi á ný, (3) stórfelldur
samdráttur í verzlun, viðskiptum og opinberum framkvæmdum.
Og framundan er stöðnun mikilvægustu þátta íslenzks atvinnulífs.
Takist að halda þessari stefnu áfram' leiðir af því síversnandi
lífskjör íslenzkrar alþýðu og djúptæka efnahagslega kreppu í ís-
lenzku atvinnulífi.
Með slíkum aðgerðum væri verið að ryðja erlendu auðmagni
braut inn í landið og gera Island aftur hæft til beins og milliliða-
lauss arðráns fyrir erlent auðmagn.
Það virðist beinlínis vaka fyrir frumkvöðlum þessarar stefnu
í stjórnmálum Islands:
1. að ísland verði eigi aðeins áfram herstöð, heldur gerist hjá-
lenda erlendra auðhringa,
2. að koma lífskjörum íslenzkra launþega niður á slíkt stig, að
erlendu auðvaldi þyki girnilegt til gróða, og
3. að brjóta niður innan frá efnahagslegt sjálfstæði íslenzks at-
vinnulífs með skipulögðum tilbúnum kreppuráðstöfunum —
og með því að rjúfa viðskiptasambönd Islands við heim sósíal-
ismans, sem verið hafa undirstöðuatriði í sjálfstæði íslenzks
atvinnulífs og afkomuöryggi landsmanna.
Stjórn Sósíalistaflokksins álítur því, að íslenzk alþýða verði að
gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að afstýra þeirri ógæfu,
er yfir vofir, hindra, að afturhaldssamasta hluta auðvaldsins takist
að leiða þjóðina út á þá braut, sem þegar er vörðuð verstu kúg-
unarráðstöfunum síðustu áratuga og vítaverðu undanhaldi í sjálf’
stæðismálum þjóðarinnar.
Alþýða Islands þarf að rísa upp til varnar og til sóknar fyrir
bættum lífskjörum og fyrir sjálfstæði og öryggi íslenzks efna-
hagslífs.
ra.
Flokksstjórnin fagnar þeirri miklu og sterku einingu, sem skap-
ast hefur í verkalýðssamtökunum um baráttu fyrir bættum lífs-
kjörum alþýðu og afkomuöryggi —og sem bar sigur úr býtum á
Alþýðusambandsþingi. Nauðsynlegt er að efla og festa sem bezt