Réttur - 01.01.1961, Síða 17
RÉTTUB
17
sem að henni vissi. Hana langaði til að taka höfuð hans í arma
sína og draga það til sín og kyssa hann mörgum sinnum, halda
þessu dökka höfði fast að vanga sínum.
Augnalokin blöktu aftur óró og stjórnlaus.
„Vern", hvíslaði hún blítt, „Vern".
Hægt opnuðust augu hans, en lokuðust svo snögglega afmr.
„Vern, elskan", stundi hún lágt og hjarta hennar barðist hrað-
ar og hraðar.
Vern sneri sér að henni og smeygði höfði sínu milli arma henn-
ar og brjósta þar til hún fann andardrátt hans á hálsi sér.
„O, Vern", sagði hún nærri upphátt.
Hann fann kossa hennar á augum sér og kinnum, enni og
munni. Hann var nú glaðvaknaður. Hann tók hana í faðm sinn
og þau þrýstust fast hvort að öðru.
„Hvað sagði hann, Vern?" spurði hún loks og gat ekki beðið
lengur. „Vern, hvað?"
Hann opnaði augun og leit á hana og nú var sem hann vakn-
aði fyrst til fulls.
Hún gat lesið í andliti hans, hvað hann hefði að segja.
„Hvenær, Vern?" sagði hún.
„I dag", sagði hann og smeygði höfðinu ennþá einu sinni í
hlýju hennar.
Varir hennar skulfu dálítið, þegar hann sagði þetta. Hún gat
ekki að því gert.
„Hvert eigum við að flytja, Vern?" spurði hún eins og lítil
telpa og starði á varir hans í bið eftir svari.
Hann hristi höfuðið, þrýsti sér að henni og lokaði augunum
við brjóst hennar.
Þau lágu hreyfingarlaus Ianga stund.
Sólin hafði nú hitað upp herbergið, svo að það var eins og
sumarið væri komið aftur í stað byrjandi hausts. Veðruð glugga-
kistan sendi frá sér litlar hitabylgjur um herbergið. Það ætlaði að
verða svolítið meira sumar áður en veturinn kæmi.
„Sagðirðu honum frá —?" spurði Nellí. Hún þagnaði og
leit niður á andlit Verns. „Sagðirðu honum um mig, Vern?"
„Já."