Réttur - 01.01.1961, Side 34
34
R É T T U R
Áætlunarbúskapur er mannaverk, — það er bæði styrkur hans
og galli. Og eins og kapítalista getur skjátlast, þegar hann
gerir sínar persónulegu áætlanir um eflingu og möguleika
fyrirtækis síns, svo getur sósíalistískum hagfræðingum skjátl-
ast, þegar þeir gera ýtarlegar áætlanir um þróun heillar at-
vinnugreinar í stóru ríki. Það geta skapast röng hlutföll
milli atvinnugreina, fjármagni til framkvæmda getur verið
skakkt dreift, þannig að möguleikar þeir sem fyrir hendi eru
nýtist ekki. Þannig kom það t.d. til tals á janúarráðstefnu
miðstjórnar, að landbúnaðinn skorti enn vélar og þó sérstak-
lega áburð, til þess að hann geti náð settu marki. M.ö.o. að
framleiðslan hafi ekki hlotið nauðsynlegan stuðning, tækni-
legan og fjárhagslegan.
Það er því mjög eðlilegt, að Khrusjof skuli í lokaræðu sinni
á sömu ráðstefnu hafa bent á eftirfarandi leiðir til úrbóta:
Auknar f járveitingar til landbúnaðar, — það sem unnizt hefur
í iðnaði umfram gerðar áætlanir verður lagt í framkvæmdir
í þágu landbúnaðarins, einkum verður lögð áherzla á fram-
leiðslu landbúnaðarvéla og áburðar. Það að auki verður haf-
izt handa um umfangsmiklar áveituframkvæmdir í Mið-Asíu,
Suður-Rússlandi, Úkraínu og Kákasus. Þessi nýju áveitulönd
eiga að tryggja 30—40% allrar kornneyzlu landsmanna gegn
þurrkum og öðrum duttlungum náttúrunnar.
Öllu verra er að eiga við þau vandamál, sem tengd eru
stjórn landbúnaðar á hverjum stað, beinni framkvæmd þeirra
skuldbindinga, sem hvert hérað landsins þari að standa við.
Tökum nokkur dæmi í Rússneska sambandslýðveldinu féllu
5,2 milljónir fjár á árinu 1960 sakir þess að ekki var hirt að
afla nægilegs fóðurs. Moskvuhéraði, sem þarf auðvitað að ein-
beita sér við mjólkurframleiðslu handa höfuðborginni, hefur
tekizt að fækka kúm sínum um 20 þúsund á tveim árum.
Til þess að uppfylla kjötplanið fyrir árið 1960, já eða fá ein-
hverjar prósentur framyfir, gripu ýmsir forustumenn til þess
ráðs að skera í árslok firnin öll af ungviði rétt eins og árið
1961 og kröfur þess um stærri bústofn væri ekki til. Ýmsir
forustumenn í héruðum hafa gefið hátíðleg loforð um stórmikla
framleiðsluaukningu umfram áætlun, síðan ekki staðið við lof-
orðin, en reynt að koma sér út úr klípunni með undarlegustu
ráðum: sumir kaupa búpening á fæti í öðrum héruðum, aðr-
ir kaupa máske smjör í verzlunum í stórum stíl og skila því
síðan upp í mjólkurplanið.
Þáð liggur því í augum uppi, að það er eitthvað meira en