Réttur - 01.01.1961, Síða 63
R É T T 0 R
63
stuðla mjög að því að afstýra hættunni á nýjum ófriðarátökum
þjóða í þessum hluta heims. Þjóðir þær, sem nú verða að þola
smán erlendrar yfirdrottnunar, myndu sjá fram á skjóta og
friðsamlega lausn undan hinu erlenda kúgunaroki, en þær þjóðir
er reyndu að halda til streitu nýlendukúgunarstefnu sinni, yrðu
ábyrgar gagnvart Sameinuðu þjóðunum og almenningsáliti alls
heimsins um það að hlíta fyrirmælum fyrr nefndrar yfirlýsingar.
Auðvitað nær þetta mál fram að ganga, ef nýlenduveldin skjóta
sér ekki undan því að framfylgja ákvörðun Sameinuðu þjóðanna.
Ekki skyldu menn gera of lítið úr þeim miklu breytingum á
lífi hinna kúguðu þjóða, sem leiða myndi af afnámi nýlendu-
valdsstefnunnar. Þetta myndi eigi aðeins tákna sigur á sviði
frumstæðustu mannréttinda og alþjóðalaga, sem Sameinuðu
þjóðunum ber raunar að vernda í verki, en eigi aðeins í orði,
heldur myndi það einnig veita þeim þjóðum, sem nú eru aftur úr
vegna aldalangrar undirokunar, skilyrði til að njóta blessunar
nútímavísinda, tækni, menningar og þjóðfélagsframfara.
Það verður varla gert of mikið úr því, hversu mikilvæg áhrif
það myndi hafa um allt efnahagslíf heimsins, ef nýlendustefnan
hyrfi úr sögunni. Það er alkunna, að efnahagslífi nýlendna og
verndargæzlusvæða er nú stjórnað samkvæmt eiginhagsmuna-
sjónarmiðum erlendra einokunarhringa, en iðnvæðing þessara
landa er tafin vitandi vits. Menn geri sér í hugarlund, að staða
mála breytist í þessu efni og þessi lönd og landsvæði hljóti
sjálfstæði, þannig að þeim veitist tækifæri til að hagnýta sem
bezt hin miklu náttúruauðæfi sín til iðnvæðingar og bæta
lífskjör íbúa sinna. Það myndi hafa í för með sér geysilega
víkkun heimsmarkaðarins, en slíkt myndi ekki aðeins verða
til hagsbóta efnahagsþróun hinna austrænu landa, heldur og
iðnaðarlandanna í vestri.
Efnahags- og tækniaðstoð á vegum Sameinuðu þjóðanna eða
þannig að ein þjóð aðstoði aðra, gæti haft mikilvæg áhrif um
það að bæta úr aldagamalli vanþróun þeirra landa, er öðl-
uðust frelsi. Vitanlega myndi þetta krefjast mikills fjármagns.
Hvaðan skyldi það tekið, án þess að íbúum hinna iðnþróuðu
landa yrðu bundnar auknar byrðar? Úr þessum ræðustóli
vil ég enn leyfa mér að benda yður á svo ríkulega uppsprettu
fjármagns sem þá, er fást myndi með afvopnun. Þó að einung-
is tíunda hluta af hernaðarútgjöldum stórveldanna um þessar
mundir væri varið til þessara hluta, þá myndi það auka aðstoð-
ina við vanþróuð lönd um tíu milljarða dollara á ári. Og
menn minnist þess, að heildarframkvæmd aflstöðvaráætlunar-
innar í Ingihéraðinu í Kongó, er gæti tryggt velmegun íbúa á