Réttur - 01.01.1961, Side 82
82
RÉTIDB
uð þegar árið 1847 af Bandaríkjamönnum þeim, sem andvígir
voru þrælahaldi, og voru fluttir þangað nokkur þúsund svertingj-
ar frá Bandaríkjunum, sem síðan gerðust nokkurs konar yfirstétt
gagnvart þeim þjóðflokkum, sem fyrir voru. Landið hefur verið
sjálfstætt síðan, a. m. k. að nafninu til, en það hefur jafnan verið
mjög háð Bandaríkjunum. Það er einkum auðugt af gúmí, og á
bandaríska fyrirtækið FIRESTONE mestallar gúmekrurnar.
En á síðustu 5 árum hafa orðið sjálfstæð hvorki meira né minna
en 19 ríki á þessu svæði. Arið 1955 töldust sjálfstæðar aðeins 23
milljónir manna af þeim 180 milljónum, sem þetta svæði byggja.
Fimm árum síðar, árið 1960, höfðu 125 milljónir öðlast pólitískt
sjálfstæði í einni eða annarri mynd.
Það sjálfstæði kom hins vegar ekki af sjálfu sér, eins og menn
gæm haldið, ef þeir lesa brezk og frönsk borgarablöð og málpípur
þeirra hér uppi á Islandi. Þegar maður les slík málgögn, gæti
manni virzt, að það hefðu verið stórveldin, nýlenduveldin, sem
áttu frumkvæði að því að veita Afríuþjóðum frelsi. Þau hafi lyft
þeim neðan úr myrkri fáfræðinnar upp í ljós siðmenningarinnar,
auðvitað af dæmafárri fórnfýsi, og kóróni nú ástúð sína með því
að færa þeim sjálfstæði þeirra á silfurbakka, jafnskjótt og þær
eru orðnar „færar um" að taka við stjórn sinna eigin mála. Maður
gæti jafnvel haldið, að það hefði ekki verið nýlendan, sem var
arðrænd af stórveldinu, heldur hefði nýlendan arðrænt stórveldið,
og það sé mikill léttir fyrir „móðurlandið" að losna við nýlend-
urnar, líkt og þegar ungamóðir sér afkvæmi sín verða fleyg hvert
á fætur öðru.
En sannleikurinn er öðru nær. Oll þessi ár hafa Afríkumenn
barizt með öllum tiltækum ráðum fyrir sjálfstæði sínu. Þegar
svikizt var um að efna þau loforð, sem þeim höfðu verið gefin
á styrjaldarárunum og eftir þau, og nýlenduokið aðeins hert, neyttu
þeir hins nýfengna réttar síns að mega skipuleggja sig í samtök-
um og hófu skipulega, löglega baráttu með samþykktum, áskor-
unum og öðru slíku. En nýlenduherrunum líkaði ekki þessi sjálf-
ræðisandi og bönnuðu einfaldlega þau samtök, sem leyfðu sér
þvílíkt og annað eins. Þeim lögbrotum urðu Afríkumenn að svara
með uppþotum og verkföllum. Þá var skotið á þá af nýlenduhern-