Réttur - 01.01.1961, Page 96
96
R É T T U R
ur, eykst stöðugt að íþrótt og frægð. Baráttan á þó enn eftir að
vera hörð, því að höfuðandstæðingar Afríkuþjóða, hinn alþjóðlegi
imperíalismi, er enn sterkur og lítt vandur að meðulum. Það er
nauðsynlegt, að menn geri sér ævinlega Ijóst þegar um er að ræða
fréttir frá Afríku, að höfuðbaráttan stendur ætíð milli heimsvalda-
sinna og frelsishreyfingar viðkomandi þjóða. Aðrar skærur, svo
sem milli ættbálka, skipta litlu máli, enda er þeim venjulega komið
af stað með undirróðri heimsvaldasinna, til þess að blöð þeirra
og útvarpsstöðvar geti blásið þær út og margfaldað til að hylja
það, sem raunverulega er að gerast.
En það verður gaman að lifa þá smnd, þegar hinar listfengu
og dugmiklu þjóðir Afríku fá tækifæri til að sinna sínum eigin
málum og sýna, hvað í þeim býr.
Það er ekki aðeins sól himinsins sem nú brennur yfir Affríká, þar
fer sól frelsisins stöðugt hækkandi, og brennur heitar og skærar
en nokkru sinni fyrr.