Réttur - 01.01.1961, Side 112
112
RÉTTUB
merki kjörorðsins um „mark-
aðsheildir", hafa í raun og
veru í för með sér harðnandi
árekstur og baráttu hinna
heimsvaldasinnuðu ríkja. Sam-
tök þessi eru ekkert annað en
nýjar aðferðir til að skipta
heimsmarkaði auðvaldsins upp
á milli stærstu auðvaldssam-
takanna, aðferðir þeirra, sem
öflugust eru af ríkjum heims-
valdasinna, til að tryggja sér
áhrifavald í efnahagslífi hinna,
sem veikari eru.
Mest ber á þessari hrörnun
auðvaldsins í Bandaríkjunum,
helzta landi heimsvaldastefn-
unnar á vorum dögum. Einok-
unarauðvaldi Bandaríkjanna
er sýnilega um megn að hag-
nýta til fulls þau framleiðslu-
öfl, er það hefur yfir að ráða.
I þessu landi, sem er auðug-
ast allra háþróaðra auðvalds-
landa, er nú svo komið, að
atvinnuleysi er sérstaklega
mikið og orðið landlægt. Æ
meiri brögð verða að því, að
iðnaðargetan sé ekki fullnýtt,
og er þetta raunar orðið fast
einkenni á efnahagslífi lands-
ins. Þrátt fyrir stórauknar fjár-
veitingar til hernaðarmála, sem
fara fram á kostnað lífsafkomu
hins vinnandi fólks, hefur
dregið úr hraða framleiðslu-
aukningarinnar á árunum eft-
ir stríðið, svo að hann gerir
lítið betur en halda í við hraða
fólksfjölgunarinnar. Offram-
leiðslukreppum hefur fjölgað.
Háþróaðasta iðnaðarland auð-
valdsins er orðið að landi hins
afskræmdasta hemaðarhagkerf-
is. Bandaríkin ganga lengra í
því en nokkurt annað auðvalds-
ríki að sölsa til sín auðæfi
landa í Asíu og þó einkum
rómönsku Ameríku og hamla
þar með framförum þessara
landa. Þá seilist Bandaríkja-
auðvaldið í sívaxandi mæli til
áhrifa í Afríku. Heimsvalda-
stefna Bandaríkjanna er nú
mesta arðránsaflið á alþjóða-
vettvangi.
Heimsvaldasinnar Bandaríkj-
anna leitast við að sveigja
fjölda þjóða undir áhrif sín,
aðallega með tilstilli þeirrar
stefnu að stofna til hernaðar-
samtaka og „efnahagsaðstoð-
ar“. Þeir skirrast jafnvel ekki
við að skerða fullveldi iðn-
þróaðra auðvaldsríkja. Einok-
unarburgeisastéttin, sem ríkj-
um ræður í öðrum hinna iðn-
þróuðu auðvaldslanda og gert
hefur bandalag við fulltrúa
heimsvaldastefnunnar í Banda-
ríkjunum, fórnar fullveldi
landa sinna í von um það, að
henni muni takast með stuðn-
ingi þessara bandarísku heims-
valdasinna að berja niður hin
byltingansinnuðu frelsisöfl,
svipta verkalýðinn lýðréttind-
um og lama baráttu fjöldans
fyrir þjóðfélagsframförum.
Heimsvaldastefnan bandaríska
knýr þessi lönd til hlutdeildar
í vígbúnaðarkeppni og undir-
búningi nýrrar árásarstyrjald-
ar, svo og moldvörpustarfsemi
gegn sósíölskum og hlutlausum
löndum.