Réttur - 01.01.1961, Side 115
R É T T D R
115
ofbeldisaðgerðum sínum, — á
tímum, er hinn mikli fjöldi al-
þýðunnar eflir baráttuna fyrir
lýðræði, þjóðfrelsi og sósíal-
isma.
Öll byltingaröfl sameinast
nú móti kúgun og arðráni
heimsvaldastefnunnar. Þjóðirn-
ar, sem eru að framkvæma
sósíalisma og kommúnisma,
byltingarhreyfing verkalýðsins
í auðvaldslöndunum sjálfum,
þjóðfrelsishreyfing undirokaðra
þjóða og sú almenna lýðræðis-
barátta, sem fram fer í heim-
inum, — öll þessi voldugu öfl
vorra tíma renna saman {
eina meginmóðu, sem grefur
undan allsherjarkerfi hieims-
valdastefnunnar og tortímir
því að lokum. Verklýðsstétt
allra landa og sköpunarverk
hennar, heimskerfi sósíalism-
ans, eru meginaflgjafar vorra
tíma og trygging úrslitasigurs
í baráttunni fyrir friði, lýð-
ræði, þjóðfrelsi, sósíalisma og
mannfélagsframförum.
■ Þjóðfélag sósíalismans tekur sívaxandi
framförum og
Heimskerfi sósíalismans er
komið á nýtt stig í þróun sinni
Ráðstjórnarríkin eru vel á veg
komin um að framkvæma heild-
arskipulag sameignarþjóðfé-
lagsins. Önnur lönd hinnar sósí-
ölsku fylkingar eru í góðu gengi
að leggja grundvöll að sósíal-
ismanum og sum þeirra þegar
tekin til við fullnaðarfram-
kvæmd hins sósíaliska þjóðfé-
Iags sjálfs.
Sósíalisminn hefur þegar að
öllu samanlögðu borið mjög
mikilsverða ávexti. Þessir á-
vextir eru ljós vitnisburður um
sigurstrangleik marxisma og
lenínisma og sanna þjóðum
þeim, sem búa við auðvalds-
stjórnarfar, að þjóðfélag grund-
vallað á þessum kenningum er
trauðla takmörkunum háð, þeg-
ar um það er að ræða að skapa
þroska
blómlegt efnahags- og menn-
ingarlíf og tryggja almenningi
hagsæld, frið og hamingju.
Með því að framkvæma sjö
ára áætlun sína um eflingu
þjóðbúskaparins með svo
glæsilegum hætti sem raun ber
vitni um eru ráðstjórnarþjóð-
irnar sem óðast að fullkomna
hinn efnislega og tæknilega
grundvöll kommúnismans.
Segja má, að visindi Ráðstjórn-
arríkjanna hafi ráðið alda-
hvörfum í menningarþróun
veraldar. Þau hófu rannsóknir
himingeimsins og sýndu þar
með ljóst dæmi um mátt sósí-
ölsku ríkjafylkingarinnar á
sviði efnahagsþróunar og
tækni. Ráðstjórnarríkin hófu
fyrst landa það verk að brjóta
mannkyninu brautina til
kommúnismans. Þjóðum heims