Réttur - 01.01.1961, Blaðsíða 116
116
B É T T U B
eru þau áhrifaríkasta fordæm-
ið og öflugasta varnarvirkið í
baráttu þeirra fyrir friði, lýð-
réttindum, þjóðfrelsi og félags-
málaframförum.
Alþýðubyltingin í Kína varð
heimsvaldastefnunni geipilegt
áfall, að því er varðaði ítok
hennar í Asíu, og stuðlaði mjög
að því að breyta vogarstöðu
styrkleikahlutfalla í heimin-
um sósíalismanum í hag. Hún
gaf þjóðfrelsishreyfingunni
nýjan byr { seglin og hafði
þannig djúptæk áhrif á margar
þjóðir, einkanlega þær í Asíu,
Afríku og rómönsku Ameríku.
Albanía, Austur-Þýzkaland,
Búlgaría, Mongólía, Norður-
Kórea, Pólland, Rúmenía,
Tékkóslóvakía, Ungverjaland
og Vietnam, — þessi sósíölsku
alþýðulýðveldi, sem ásamt
Ráðstjórnarlýðveldasamband-
inu mikla mynda hina voldugu
ríkjafylkingu sósialismans,
hafa unnið stórafrek í fram-
kvæmd hins sósíalska þjóðfé-
lagsskipulags á tímabili, sem
er mjög stutt frá sagnfræðilegu
sjónarmiði að sjá.
Alþýðuveldið í þessum lönd-
um hefur reynzt óhagganlegt.
I þjóðarbúskapnum ríkja sósí-
alskar framleiðsluafstæður.
Arðrán manns á manni hefur
verið afnumið að fullu og öllu
eða er að hverfa. Framkvæmd
sósíalskrar iðnvæðingar þess-
ara landa hefur tekizt svo vel,
að efnahagslífi þeirra hefur
fleygt fram, enda þróast efna-
hagur þeirra með miklu meiri
hraða en á sér stað í ríkjum
auðvaldsins. Öll hafa lönd þessi
komið sér upp vel þróuðum
iðnaði. Þessi fyrrverandi land-
búnaðarlönd eru orðin eða
að verða iðnvædd landbúnaðar-
lönd.
Öll alþýðulýðveldin hafa á
undanförnum árum leyst með
góðum árangri eða eru nú að
leysa vandasamasta verkefnið
í framkvæmd sósfalismans, sem
sé það 'að þoka bændastéttinni
með frjálsum vilja hennar
sjálfrar af vegi smábýlabúskap-
ar í sjálfseign á braut sósí-
alskrar samyrkju með stór-
framleiðslusniði. Samyrkju-
áætlun Leníns hefur sannað
sinn afarmikla lífskraft bæði
í þeim löndum, þar sem
bændastétt var að fornu fari á
valdi séreignarréttarhugmynd-
arinnar í jarðnæðismálum, og
eins hinum, þar sem aðalsveld-
ið var ríkjandi til skamms
tíma. Styrkzt hefur bróðurlegt
bandalag verkamanna og
bænda, en varðveizla þess og
efling er að kenningu Leníns
grundvallaratriði, að því er
varðar alræði öreiganna. Eftir
því sem áfram miðar um fram-
kvæmd sósíalismans, hlýtur
bandalag vinnustéttanna
tveggja, þessi pólitíski horn-
steinn hins sósíalska skipulags,
að halda áfram að eflast, en
það verður aftur til þess að
treysta völd alþýðunnar undir
forystu verkalýðsins og greiða
fyrir endurskipulagingu land-
búnaðarins í sósíalska átt sam-