Réttur - 01.01.1961, Page 124
124
BÉTTBH
friðsamlegrar sambúSar, af-
vopnunar og allrar viðleitni
þess að draga úr viðsjám í Evr-
ópu.
Allar friðsamar Evrópuþjóð-
ir hljóta að tefla sameigin-
legu afli sínu móti þessum á-
rásarfyrirætlunum vestur-
þýzkra heimsvaldasinna. Sér-
staklega mikilvægt er hlutverk
Austurþýzka lýðveldisins í
baráttunni móti árásarfyrir-
ætlunum hinna vesturþýzku
hernaðarsinna. Fundurinn telur
það skyldu allra landa sósí-
ölsku ríkjafylkingarinnar og
allra friðsamra þjóða yfirleitt
að halda uppi vörn fyrir Aust-
urþýzka lýðveldið, þennan út-
vörð sósíalismans í Vestur-
Evrópu og sannan fulltrúa
friðarhugar hinnar þýzku þjóð-
ar.
Heimsvaldasinnar Bandarikj-
anna eru enn fremur í óðaönn
að koma sér upp nýrri eldstöð
ófriðar í Fjarausturlöndum.
Þeir níðast á sjálfstæði jap-
önsku þjóðarinnar og ganga
gegn vilja hennar með því að
gera samsæri við ráðandi aft-
urhaldsöfl í Japan um það að
þröngva upp á hana nýju hern-
aðarbandalagi, sem hefur að
markmiði árás á Ráðstjórnar-
ríkin, Kínverska alþýðulýð-
veldið og önnur friðsöm lönd
Bandarískir innrásarmenn hafa
hernumið eyna Tævan, sem er
hluti Kínverska alþýðulýð-
veldisins, svo og Suður-Kóreu,
og þeir auka jafnt og þétt
íhlutun sína um innanlands-
málefni Suður-Vietnams. Lönd
þessi hafa þeir gert að bæki-
stöðvum háskalegra styrjaldar-
æsinga og glæfra. Bandarískir
heimsvaldasinnar hóta Kúbu
ofbeldisárás, hlutast til um
innanlandsmál þjóða í róm-
önsku Ameríku, Afríku og
Miðausturlöndum og leitast
við að kynda ófriðarelda í
ýmsum löndum heims. Ein að-
ferð þeirra er sú að setja á
laggirnar heimssvæðabandalög
eins og til dæmis „Samtök
Ameríkulanda“, sem ætlað er
það hlutverk að varðveita
efnahags- og stjórnmálayfirráð
þeirra og ánetja þjóðir róm-
önsku Ameríku árásarfyrirætl-
unum þeim, sem þeir hafa á
prjónunum.
Heimsvaldasinnar Banda-
ríkjanna hafa komið sér upp
gífurlegu stríðskerfi og aftaka
með öllu að fallast á nokkra
skerðingu þess. Þeir bregða
fæti fyrir hverja jákvæða af-
vopnunartillögu Ráðstjórnar-
ríkjanna og annarra friðsamra
landa. Vígbúnaðarkeppninni er
haldið áfram. Háskalegar birgð-
ir kjarnorkuvopna hlaðast upp
í síauknum mæli. Stjórnarvöld
Frakklands eru nú einnig far-
in að framleiða og prófa kjarn-
orkuvopn þrátt fyrir mótmæli
landsmanna og annarra þjóða,
einkum Afríkubúa. Fulltrúar
stríðsstefnunnar í Bandaríkj-
unum búast til að hefja að
nýju skaðsemdartilraunir sínar
með kjarnorkuvopn. Enn er
haldið áfram stríðsögrunum,