Réttur - 01.01.1961, Qupperneq 141
BÉTTDE
141
að í dægurbaráttunni muni
þjóðum auðvaldslandanna um
síðir þroskast skjlningur á því,
að þeirra eina raunverulega
úrræði er sósíalisminn.
Um þessar mundir, er ný og
ný þjóðfélagssvið ganga til
virkrar hlutdeildar í stéttabar-
áttunni, er hin mesta nauðsyn
á því, að kommúnistar efli starf
sitt í verklýðsfélögum og sam-
vinnufélögum, meðal bænda,
æskulýðs og kvenna, í íþrótta-
félögum og meðal hins ófélags-
bundna hluta almennings. Nú
eru upp komin ný skilyrði
þess, að unga kynslóðin verði
unnin til hluttöku í barátt-
unni fyrir friði og lýðræði,
baráttunni fyrir hinum glæstu
hugsjónum kommúnismans.
Sérhver kommúnistaflokkur
verður að skoða það sem meg-
inverkefni sjtt að halda hið
mikla boðorð Leníns, — að
seilast æ dýpra til áhrifa með-
al fjöldans, starfa hvarvetna
þar sem fjöldann er að finna,
efla tengslin við fjöldann til
þess að geta stjórnað baráttu
hans.
■ Skilyrði cru til þess að endurskapa
eininguna í röðum verkalýðsins
Meginskilyrði þess, að áhrif
verkalýðsins megi eflast á
stjórnmálasviðinu- og hags-
munum hans verði séð sóma-
samlega borgið er það, að ein-
ing verklýðshreyfingarinnar
megi takast að nýju, bæði í
einstökum löndum, þar sem
hún er klofin, og á vettvangi
alþjóðasamtakanna. Verkamenn
hafa sameiginlegra hagsmuna
að gæta, enda þótt þeir séu í
ýmsum verklýðsfélögum. Þegar
svo hefur til tekizt í mestu
stéttaátökum undanfarinna ára,
að mismunandi verklýðsfélög
stæðu saman í baráttunni, hef-
ur sigur venjulega unnizt og
kröfur verkalýðsins náð fram
að ganga, einmitt vegna þessar-
ar samstöðu. Kommúnistaflokk-
arnir telja, að fyrir hendj séu
raunveruleg skilyrði þess, að
takast megi að endurskapa ein-
ingu verkalýðsins, og þeir munu
vinna af alefli að því, að svo
megi verða. í löndum, þar sem
ekki er í rauninni um neitt
lýðræði í verklýðsfélögum að
tala, krefst málstaður einingar-
innar þess, að sleitulaust sé
unnið að því að tryggja sjálf-
stæði verklýðshreyfingarinnar,
svo og viðurkenningu og virð-
ingu félagsréttinda alls verka-
lýðs án nokkurrar mis-
mununar í pólitísku tilliti eða
öðru.
Til þess að tryggja frið og
þjóðfélagsframfarir er einnig
nauðsynlegt að koma til leið-
ar bæði þjóðlegri og alþjóð-
lejgri einingu allra annarxa
lýðræðissamtaka fjöldans. Slík
eining getur þróazt upp úr
baráttusamtökum, er skapazt