Réttur - 01.01.1961, Síða 148
148
R É T T U K
um nýlendukúgunarinnar og
tekið að feta braut sjálfstæðrar
þróunar. Hver kommúnista-
flokkanna lítur á það sem
skyldu sína gagnvart hinni al-
þjóðlegu hreyfingu að treysta
vináttu og samstöðu verklýðs-
stéttar síns lands og yerklýðs-
hreyfjngar þeirra landa, er
unnið hafa sér frelsi sitt í
hinni sameiginlegu baráttu við
heimsvaldastefnuna.
Eftir því sem kommúnista-
flokkarnir vaxa og stælast að
skipulagningu, eftir því sem
þeim verður betur ágengt víða
um lönd í baráttunni móti
ýmiss konar fráhvarfsstefnu,
svo og um það að vinna bug á
skaðlegum afleiðingum per-
sónudýrkunar, eftir því sem á-
hrif hinnar kommúnísku
heimshreyfingar aukast, því
fleiri kosta munu þeir eiga völ
að ráða til lykta með góðum
árangri þeim verkefnum, sem
þeim eru nú á höndum.
Hinir marx-lenínsku flokkar
telja það ófrávíkjanlega skyldu
sína að hlíta jafnan í öllu sínu
starfi þeim grundvallarreglum
Leníns um flokkshætti, er fel-
ast í hugtakj hins lýðræðislega
miðstjórnarfyrirkomulags. Það
er skoðun þeirra, að þeim beri
að gæta flokkseiningarinnar
eins og sjáaldurs auga síns og
halda fast við meginreglu
flokkslýðræðis og sameiginlegr-
ar forystu, því að samkvæmt
skipulagssjónarmiðum lenín-
ismans ber að meta hlutverk
flokksstjórnarstofnananna sér-
staklega mikils í lífi og starfi
flokksins. Kappkosta ber að
þeirra hyggju að styrkja
tengslin við heild flokksmanna
og hinn mikla fjölda vinnandi
fólks, koma í veg fyrir per-
sónudýrkun, sem hamlar sjálf-
stæðri hugsun og framtaki
kommúnista, vinna að því með
ráðum og dáð, að hver komm-
únisti sé jafnan virkur starfs-
maður, og ýta undir um gagn-
rýni og sjálfsgagnrýni meðal
flokksfélaga.
Kommúnistaflokkarnir hafa
unnið hugmyndafræðilegan sig-
ur á endurskoðunarmönnum
þeim innan vébanda sinna, er
leitazt hafa við að víkja þeim
af vegi marxisma og lenínisma.
í baráttunni móti endurskoð-
unarsinnum og hægri henti-
stefnumönnum hafa flokkarnir
hver um sig og eins alþjóða-
hreyfing kommúnismans
styrkzt bæði hugmyndafræði-
lega og að því er flokksskipu-
lag varðar.
Kommúnistaflokkarnir hafa
einum rómi fordæmt hið júgó-
slavneska afbrigði hinnar al-
þjóðlegu hentistefnu, sem kalla
má, að sameini „fræðikenning-
ar“ hentistefnunnar nú á tím-
um í samþjöppuðu formi. Leið-
togar Kommúnistabandalagsins
í Júgóslavíu hafa svikið kenn-
ingu marxisma og lenínisma,
sem þeir kalla úrelta. Þeir
settu andlenínska endurskoð-
unarstefnuskrá sína upp á móti
yfirlýsingu ársins 1957. Þeir
hafa sett Kommúnistabandalag