Réttur - 01.01.1961, Blaðsíða 158
158
RÉTTUE
fyrir helztu hagfræðikenning-
um, allt frá fræðum mynt- og
kaupauðgisstefnunnar, til okkar
daga — og einkum leitazt við
að gera nútíma-kenningum
borgaralegra hagfræðinga
nokkur skil. Bókin er rituð frá
marxisku sjónarmiði og er ljós
og læsileg.
Karl Heinz Otto: Þýzka-
land á tímabil ættasam-
félagsins (Deutschland
im der Epoche des Urge-
sellschaft. (Deutscher
Verlag der Wissenschaft-
en, Berlin 1960)
Þetta er ekki stór bók, innan
við 200 bls., en um margt hin
fróðlegasta. Þarna er rakin
byggðarsaga Þýzkalands frá
fyrstu tíð og fram yfir þjóð-
flutninga, að sjálfsögðu mest
eftir leiðsögn fornminjafræð-
innar. Jafnframt reynt að gera
grein fyrir atvinnu- og félags-
háttum hvers svæðis og tíma-
bils, að svo miklu leyti sem
ályktanir í því efni verða dregn-
ar af fornum minjum, greftr-
unarsiðum og byggðaskipan o.
s. frv. Einkum vekur það at-
hygli leikmanna í þessum fræð-
um, að atvinnuhættir, verkleg
menning og siðvenjur virðast
oft hafa verið margbreytilegri
og sundurleitari á sama tíma-
bilinu en ætla mætti að ó-
reyndu. Þetta er læsileg bók og
í ýmsu lærdómsrík.
J. B. Tsjernjak: Bíkis-
skipun og pólitískir fiokk-
ar í Bandaríkjum Norður-
Ameríku (Der Staats-
aufbau und die politisch-
en Parteien der USA).
Dietz Verlag, Berlín 1961.
Bók þessi er þýdd úr rúss-
nesku, eins og nafn höfundar
bendir til. Þetta er sögulegt
yfirlit, á 3. hundrað bls.; um
þróun og gerð bandarísks ríkis-
valds, allt frá nýlenduskeiðinu
fram til okkar tíma. Þar segir
frá sögu og skipan þings og
stjórnar, valdsviði forseta —
stjórnarfyrirkomulagi fylkj-
anna og sambandi þeirra við al-
ríkið. Greint er frá réttarfari
og dómaskipan, pólitískum
flokkum, verkalýðssamtökum
og öðrum samtökum — stöðu
þeirra og þróun. Bókin er skýrt
skrifuð og handhæg til yfirlits
um meginþætti þessara mála.
Náttúruvísindi og heim-
speki (Naturwissenschaft
und Philosophie), Aka-
demie Verlag, Berlín ’60.
Þetta er greinasafn um nátt-
úruvísindi og heimspeki — eða
öllu heldur erindi, sem flutt
voru á 550 ára afmæli Leipzig-
ar-háskólans (Karl-Marx Uni-
versitat) 1959. Höfundarnir eru
frá ýmsum þjóðum: Þjóðverjar,
Rússar, Tékkar, Pólverjar,
Búlgarar, ítalir, Ungverjar. Og
efnið er fjölbreytilegt. Þar er
rætt um könnun hinna smæstu
efniseinda, afstæðis- og deila-