Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Page 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Page 5
A síðari tímum hafa fslend- ingar eignazt glæsilegan fiski- slcipaflota. J. Havsteen, sýslu- maður sýnir m. a. fram á f>aö í ritgerð sinni, að við erum nú einfærir um að afla alls þess magns, sem fiskimiðin um- hverfis fsland þola að þaðan sé tekið. — Myndin sýnir ís- lenzkt vélskip, glæsilegt fislci- skip. Hvammi hafi átt fiskiföng mikil í Flatey á Skjálfanda, og um Grímsey er þess getið í Valla-Ljóts sögu, að þaðan réru á einum degi 30 skip til fiskjar. Um Vestmannaeyjar er sagt, að þar hafi veiði verið áður en Ormur ánauðugi byggði eyjarnar. Þá er þess og víða getið í sögunum, að fiskur gekk kaupum og sölum og var eftir honum sókst til matar. Menn þeir, sem ekki höfðu sjálfir útræði, fóru til fiskkaupa annað hvort sjálfir eða sendu aðra fyrir sig, og voru venjulega röskustu menn- irnir kvaddir til slíkra ferða. Segir í Bjarnar sögu Hídælakappa: „Héraðsmenn eigu opt út á Snæfellsnes eptir fiskföngum", og á heimleið úr slíkri ferð var Björn, er frændur Þórðar Kolbeinssonar gjörðu honum fyrirsátina. Eins fór fyrir Atla á Bjargi Ásmunssyni, að hann kom úr skreiðarferð vestan undan Jökli, er Þór- issynir sátu fyrir honum. 1 Eyrbyggju er sagt, að skreiðarhlaðinn á Fróðá hafi verið svo hár, að stiga þurfti til að ná niður skreið. Þórður skattkaupandi á Fróðá drukknaði í , ferðalagi út á Snæfellsnes til skreiðkaupa. Það, sem hér að framan er sagt, sýnir, að á söguölidinni stunduðu menn fiskiveiðar að heita má um land allt og allt árið um kring, og að fiskurinn, sem aflaðist, var hafður til matar innanlands og gekk kaupum og sölum. Þá má og sjá það á Sturlungu, Biskupasög- unum og Grágás, að framundir 14. öld hafa fiskiveiðar hér heima á Islandi verið stundaðar á sama hátt og nú var sagt. Þegar menn Guðmundar góða Hólabiskups höfðu drepið Tuma Sighvatsson að Hólum, í hefndarskyni fyrir þá sök, að Tumi rak biskup- inn frá stóli, þá flýði biskup með liði sínu til Grímseyjar og voru til þess tvær ástæður. önn- ur sú, að hann vildi þar firrast óvini sína, hin, og líklega sú veigamesta, „at veiðiskap skorti eigi í eyjunni; var þar þá nóg atvinna mörgu sinni, þótt annars staðar á landi væri skortr“. Má í þessu sambandi geta þess, að Lárentíus, sem biskup var á Hólum snemma á 14. öld, setti „spítala“ fyrir fátæka uppgjafapresta að Kvía- bekk í Ólafsfirði, og valdi einmitt þennan stað, „því að honum þótti þar gott til blautfiskjar og búðarverðar og þótti það vel henta gömlum mönnum til fæðu“. Mun þetta líklega vera fyrsta elliheimilið, sem stofnað var á íslandi og sést jafnframt, að fisk- ur hefur þótt holl fæða og ódýr, þar sem útræði var gott. Frá fiskiveiðum íslendinga er hvergi ljósara sagt en í sögu Guðmundar biskups Arasonar, sem Arngrímur ábóti á Þingeyrum ritaði um 1350. Þar segir svo: „I því Kapitulo öndverðrar sögu, er greindist íslands náttúra, segir, at almenningr þeirrar jarðar fæðist með búnyt og sjádreginn fisk; en sá dráttr er svá laginn, at menn róa út á víðan sjá ok setjast þar, sem fjallasýn landsins merk- ir, eptir gömlum vana, at fiskrinn hafi stöðu tekit; þessháttar sjóreita kalla þeir mið; skal þá renna léttri línu út af borðveginum niðr í djúpit ok festa stein með neðri enda, at hann leiti grunns; þar með skal fylgja bogit járn er menn kalla öngul, ok þar á skal vera agnit til blekkingar f iskinum, ok þann tíma, sem hann leitar sér matfanga ok yfir gín beituna, grefr oddhvasst ok uppreitt járnit hans kjapt, síðan fiskimaðurinn kennir hans viðrkvámu ok kipp- ir at sjer vaðinum, dregur hann svá at borði VÍKI N □ U R 297

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.