Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Side 9
Með stofnun Eimskipafélags Islands var stórt spor stigið til að tryggja aðflutninga til lamdsins í styrjöld og á friðartímum. —. Eitt af skipum E. /. á stóð, fiskurinn einatt ónýtur, því að hús vant- aði til að geyma hann í, en lýsinu varð að hella niður, þar eð nægar tunnur voru ekki til. Þrátt fyrir þetta kærðu hörkramarar það fyr- ir konungi nálægt 1755, að Islendingar vænt mjög latir við sjósókn. Menn skyldu nú hafa ætlað, að kaupmenn hefðu ekkert látið vanta, er þurfti til góðs sjáv- arútvegs. En það var öðru nær en svo væri. 1757 var sett nefnd manna til að rannsaka á- greininginn milli kaupmanna og Skúla landfó- geta Magnússonar, og kom það þá í ljós, að ekki fengist hjá þeim timbur, er nýtilegt væri í árar og væn skip, svo sem áttæringa. Önglar og færi er þeir flytti væri lýtt nýt, en hamp vantaði í veiðarfæri. Þegar svo var ástatt með öllu móti sem nú hefur verið talið, var engin furða þó fiskveið- um hnignaði og að þær væri í alla staði í bág- bornu ástandi, enda fundu nú helztu menn landsins og stjórnin sjálf til þess að svo var í raun og veru“. Og það vildi nú svo vel til, að „helztu menn- irnir“ voru í þetta sinn engar linleskjur, heldur afburðamennirnir Skúli Magnússon, landfógeti og Jón Eiríksson, konferensráð. Enda tókst þeim að sauma svo að hörkrömurum og stíga svo fast á háls þeirra, að ekki einungis þeir misstu verzlunina fyrir illa breytni sína, heldur var verzlunin árið 1786 látin laus hér á landi við alla þegna Danakonungs. Hvernig hafa íslendingar tekið gfirgangi út- lendinga um útgerð og verzlun? Það hefur ávallt verið gæfumerki íslenzku þjóðarinnar, að hún hefur átt menn á örlaga- stundum, sem varið hafa réttindi hennar og þjóðin fylgt þeim býsna vel, þegar á reyndi og í krappann var komið. Sést það á viðureigninni við hina útlendu fiskimenn og kaupmenn og skulu hér nokkur dæmi nefnd. Piningsdómur. Þegar Hans Danakonungur hafði samið svo 1490, bæði við Englandskonung um að Eng- lendingar hefðu fullkomið leyfi til að verzla og fiska við Island og við Hamborgara að sama gilti fyrir þýzka kaupmenn, sem konungsbréf hefðu, þá reis upp hirðstjórinn Diðrik Pining og með honum lögmenn báðir og lögréttumenn allir á Alþingi nefnt ár og dæmdu dóm þanir, sem Piningsdómur er nefndur. Með honum eru samningar konungs að engu hafðir, en úrskurð- VÍKINGUR 3D1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.