Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Side 10
að m. a. að engir útlenzkir menn megi hafa hér vetrarsetu nema í fullri nauðsyn og haldi hvorki íslenzka menn sér til þjónustu né geri út skip eSa menn til sjávar, en hver sem hýsi vetrar- setumann eða þjóni þeim í óleyfi, gjaldi jafnt og sá, er hýsir útlægan mann; að engir búð- setumenn skuli vera í landinu, er ekki hafi búfé til að fæða sig við, sem þó ekki sé minna en 3 hundr. Það, sem sérstaklega er undirstrikað með dómi þessum og gerir hann merkilegan, eru þessi tvö atriði, að landsmenn telja sér vetrar- setur og sjávarútveg útlendinga Jiér við land sJcaðlegam, og vilja hvorugt líða, og a'ð svonefnd- ar búðsetur innlendra manna eru og taldar sJcað- legar og sJculi því leggjast niður að mestu eða öllu leyti. Alþingisúrskurður 1545. Hvorki Englendingar né Hansakaupmenn skeyttu um Piningsdóm og gekk í þófi unz Otti Stígsson höfuðsmaður lét lögmenn báða dæma konungi til handa öll skip hálf, 45 að tölu, er Hansakaupmenn áttu hér við land 1544, en sjálfum sér hinn helminginn. Kaupmenn kærðu fyrir konungi, en hann vísaði málinu til Al- þingis og bauð, að það skyldi dæmt samkv. landslögum. Næsta ár, eða árið 1545, var málið tekið fyrir á Alþingi að nýju og voru þá við- stadidir 6 skipstjórar og 5 kaupmenn þýzkir. Lauk málinu svo, að dómurinn frá 1544 var staðfestur og batt þessi síðari dómur þannig enda á sjávarútveg þýzkra og enskra kaup- manna hér við land. Tillögur Alþingis 1857. Svipaða aðferð og þessa. sem nú var getið, hafði Danakonungur eða ríkisstiórnin 1857, er hún sendi beiðni Frakklandsstjórnar, um að fá fiskverkunarstöð í Dýrafirði, sem konunglegt álitmál til Alþingís. Eftir að bænaskrár höfðu borizt Alþingi bæði frá Vestfiörðum og Austfiörðum. sem allar voru gegn beiðni Frakka, réði bingið frá því, að brevtingar yrðu gerðar á fiskiveiðalöggiöfinni, hvað útlendinga snertir „yfirhöfuð og skilyrð- islaust“, og sömuleiðis lýsti Alþingi yfir, að það gæti ekki aðhyllst tilmæli Frakka „að svo koinnu og eins og hún liggur fyrir“, en þannig var til orða tekið í nefndaráliti því, sem lagt var fram í málinu og Alþingi féllst á. Þótti helzt það að nefndarálitinu, að það hefði ekki verið nægi- lega skorinort og var í sambandi við afgreiðslu þess samþykkt viðaukatillaga frá Eiríki Kúld, þingmanni Snæfellinga. þar sem konungur er beðinn að láta framvegis hafa eftirlit með því, 302 „að fisJcimenn erlendra þjóða eJcJci fisJci hér nær landinu en lög og samningar leyfa“. Var samþykkt og ritað álitsskjal til konungs samhljóða þessari tillögu og tók ríkisstjórnin því vel. Lyktaði máli þessu, svo og /deilu þeirri, sem risin var milli Dana annars vegar og stórvelda Bretlands og Frakklands hins vegar, um ís- lenzku landhelgina, með tilskipuninni 12. febrú- ar 1872, um fiskveiðar útlendra skipa við Is- land o. fl., en eins og ég hefi áður rökstutt í ritgjörð minni „Hugvekja um landhelgina“, gerði tilsJcipun þessi enga breytingu á stærð íslenzJcu landhelginnar, eins og hún var ákveð- in í konungsúrskurðinum 1812 og er enn að mínu áliti og þeirra, sem telja samninginn frá 24. júní 1901 milli Danmerkur og Stóra-Bret- lands „eo ipso“ niður fallinn, þegar Island varð sjálfstætt lýðveldi. Þessi þrjú dæmi, sem ég hefi hér að framan tekið um afstöðu Alþingis til útlendra fiski- manna og kaupmanna, sýna það Ijóst, að ís- lenzk alþýða og Alþingi íslands hefur aldrei viljað slaka til fótmál um það, að Islendingar einir hefðu réttinn til fiskiveiðanna í hafinu kringum Island, að firðir landsins og flóar væru lokaðir fyrir útlendum fiskimönnum, að íslend- ingar einir hefðu réttinn til þess að reka verzl- un og útgerð á og við ísland og einir að sitja að auðlindum lands og sjávar. Þáttur Norðmanna. Skal nú vikið að veiðum Norðmanna hér við land. Er sú saga í tveim þáttum, annar um hvalveiðar, hinn um sildveiðar. Hvalveiðarnar. Um hvalveiðarnar verð ég ekki margorður, því mig skortir kunnugleik til þess að geta frá þeim greint svo sem vera skyldi, en hitt veit ég, að þessar veiðar ráku Norð- menn hér hlífðarlaust í rúm 30 ár eða frá 1880, 1913. ! Á skólaárum mínum sagði gamall Vestfirð- ingur mér, að svo hefði til hagað, áður en hval- veiðar Norðmanna hófust hér við land, að á hverju vori hefðu sömu kýrnar leitað sömu Vestfjarða á vorin, kelft þar og átt þar frið- land sumarlangt meðan kálfarnir voru að stækka, en undir haust, eða þegar að þeim tíma kom, sem menn vissu, að kýrnar myndu hafa sig burtu með kálfana, voru þeir „járnaðir“ og urðu þannig mörgum manninum björg í bú, en kýrnar tóku þetta ekki nær sér en svo, að þær komu aftur næsta ár, og héldu uppteknum hætti, unz Norðmennirnir komu, en þá voru það ein- mitt þessar kýr, sem þeir fyrst drápu. Það var svo auðvelt og svo ódýrt sögðu þeir. V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.