Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Side 25
„Svipur hennar minnti á Ijónynju, sem sér maka sinn drepinn.. disknum. Hann sat líkt og tilbúinn að taka undir sig stökk, með fulla brennivínsflösku fyrir fram- an sig, og hafði ekki augun af Olgu Larsen. Hann, sem var vanur að vera sígasprandi um afrek sín, fleygjandi hnútum í allt og alla, eink- um liðsforingjana, — hann sat í kvöld þögull, sagði ekki orð, bara drakk og drakk og hélt áfram að drekka og stara á senorítuna . . . . ekki eins og karlmaður horfir á laglega stúlku, en eins og maður, sem horfist í augu við snák — dáleiddur. Hún horfði einnig á hann, en ekki eins oft. Hún hafði nógu öðru að sinna. Einu sinni brosti hún. Lopez sá það, varð þungbúinn og togaði í yfirskeggið, en sagði ekkert. Það eru mjög fáar konur í Santa Luis. Lar- sen hafði áreiðanlega ekki talað við Olgú um Lopez, en rétt stungið upp á því við hann, að þau tækju saman, — talað um það eins og hver önnur kaup, án þess að hirða um tilfinningar Olgu. Það varð þröng í barnum. Liðsforingjarnir og þeir fáu borgarar, sem þarna voru, tóku að gerast hávaðasamir, eftir að hafa gætt sér á víni Larsens, og þegar leið á kvöldið fóru menn að hvíslast á milli borðanna: — Hver fjandinn gengur að fílaskyttunni í dag? Allir höfðu veitt því athygli, að hann þrástarði út í loftið og hellti í sig brennivíni, án þess að mæla orð frá vörum. Doyle hafði enn ekki yrt á Olgu. Hún var kannski að bíða eftir því að hann kæmi að borð- inu og segði eitthvað, því það var óþolandi að finna starað svona á sig; en Doyle háði harða baráttu við sjálfan sig; hann barðist gegn hvöt- um sínum af öllum ofurmætti sjálfselsku sinnar, og hann vissi, að ef hann gengi að borðinu, var hann glataður. Þegar hann loks gekk að borðinu, var það ckki til að tala við Olgu. Hún hafði brugðið sér fram í eldhúsið. Doyle þurfti að fá nýja flösku, og V I K I N G U R 317

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.