Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 30
Hinrifc VIII. Tvær dætur átti Hinrík VII., Margréti og Maríu. Varð Margrét kona Jakobs IV. Skotakonungs, en María gift- ist frönskum prinsi og síðar enskum aðalmanni. (Grey). Geta má þess hér til glöggvunar, að sonur Margrétar var Jakob V. Skotakonungur, og gat komið til þess, að hann hefði orðið Englandskonungur, að látnum son- um Hinriks VII. og þeirra niðjum karlkyns. En þegar hér er komið sögunni, var Jakob VI. ekki fæddur, og hann lézt á undan Hinriki VIII., móðurbróður sínum. Dóttir Jakobs VI. og einbirni, var María Stúart Skota- drottning. Einn niðja Maríu Hinriksdóttur VII. var Jane Grey, sem var látin taka sér drottningartign að látnum Játvarði VI., syni Hinriks VIII. En það var gagnstætt erfðalögum þeim, sem Hinrik VIII. setti, og síðar verður vikið að. Jane Grey ríkti í 11 daga. Var hún þá handtekin, dæmd til dauða og hálshöggvin. Er Tudorættin rakin hér vegna ógna þeirra styrjalda, sem yfir þóttu vofa, síðar meir, ef Hinrik VIII. ætti ekkert afkvæmi karlkyns á lífi. En meðan Hinrik VII. var á lífi og tveir lifðu konungssynirnir, Arthur og Hinrik, þótti vel horfa um erfingja ensku krúnunnar. Þegar Hinrik VII. var konungur á Englandi réði fyrir Spáni Ferdinand, kendur við Aragóníu og lsa- bella kaþólska, drottning. Var uppgangur þeirra þá sem mestur. Höfðu þeir þá hnekkt valdi Mára á Spáni. Konungunum, Ferdinand og Hinriki, þótti ríkjum sín- um mundi mikil stoð í því, ef tengdir tækjust með þeim. Var stofnað til ráðahags milli barna þeirra, Arthurs prins af Wales og Katrínar, sem jafnan er kennd við Aragóníu. Voru þau þá börn að aldri er þau voru gef- in í hjónaband, en sænguðu saman, er þau höfðu aldur til. En nú deyr prinsinn af Wales, Katrín verður ekkja og böndin við Spán bresta. Hinrik konungur tók nú fast að eldast og ekki um nema einn rikisarfa að ræða, yngri soninn, Hinrik. Hann hafði verið settur til mennta og var hann klerk- lærður. Má marka lærdóm hans af því, að hann samdi síðar varnarrit fyrir páfa en gegn Lútheri. Hlaut hann fyrir það titilinn: Defensor fidei, eða verndari trúar- innar. Bera Englandskonungar þann titil enn þann dag í dag, svo sem meðal annars ma sjá á enskum peningum. Þegar fram liðu stundir og Hinrik konungsson skyldi fá sér staðfestu, vildi faðir hans og þó einkum Ferdin- and Spánarkonungur endumýja tengdirnar þannig, að ríkisarfi Englands gengi að eiga Katrínu ekkju bróður síns. En sá var ljóður á því ráði, að eftir kirkjunnar lögum lá fortakslaust bann við því, að maður gæti kvænst ekkju bróður síns. Konungunum var þetta á- hugamál, vegna stjórnmálaviðhorfs í Evrópu, sem ekki verður hér rakið. Ferdinand mátti sín mikils hjá páfa, eins og síðari Spánarkonungar. Fékk hann því áorkað, að páfi veitti undanþágu um hjónaband þeirra Katrínar og Hinriks. Hinrik var lærður í lögum kirkjunnar, eins og áður er sagt. Lét hann bera fram mótmæli gegn þessari undanþágu og taldi, að sjálfum páfanum væri ekki heimilt að veita undanþágu um það, að maður kvæntist ekkju bróður síns. Eru þessi mótmæli Hin- riks, gegn undanþáguveitingu páfa, merkileg og í sam- ræmi við afstöðu hans í skilnaðarmáli hans og Katrínar, sem síðar segir. En faðir hans og Ferdinand fengu því þó ráðið, að Katrín og Hinrik gengu að eigast árið 1506(?). Hinc illæ lacrymæ. (Þaðan hrynja tárin). Katrín frá Aragóníu. Hinrik konungur VII. dó árið 1609 og kom Hinrik sonur hans þá til valda, hinn áttundi með því nafni. Hann var þá ungur. Fóru ráðgjafar hans mjög með völdin á fyrstu ríkisstjórnarárum hans, Wolsey kardin- áli og margir fleiri mætir menn. Sjálfur var Hinrjk oft í hernaði á þeim árum. Vel fór á með þeim Katrínu og Hinriki. Eignuðust þau 4 börn á fyrstu hjúskapar- árum sínum, tvo sonu og tvær dætur. Þrjú þeirra dóu ung, en ein stúlka lifði, María, síðar Englands- drottning, og jafnan síðan nefnd Blóð-María. Hún gat ekki erft ríkið eftir föður sinn, eins og áður er sagt. Horfði nú til vandræða um ríkiserfðirnar, ef Hinriks missti við. Mönnum voru ekki úr minni liðnar höx-m- ungar Rósastríðsins. Var ráðgjöfum konungs það ljóst, og Hinrik sjálfum, að ef konungur félli frá, án þess að eiga löglegan ríkisarfa, þá mundu afkomendur (karl- ar) ættanna frá Rósastríðinu rísa upp og hefja tilkall til krúnunnar. Mundi þá allt England í einu ófriðar- báli. Var þó allt látið kyrrt í fyrstu, ef ske kynni að Hinrik eignaðist enn einn son með Katrínu. En er það þótti þrautreynt, að barneignum Katrínar væri lokið, 322 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.