Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Síða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Síða 31
þá var ekki annað fyrir, en að Hinrik skildi við Kat- rínu og fengi annarar konu. Voru ráðgjafar konungs sammála um að fá skilnaðinn, og hafði Wolsey kardín- áli forgöngu um þær ráðagerðir. Voru gerðir menn suður í páfagarð til þess að fá skilnaðarleyfi Hinriki til handa. Þar voru orðin páfaskipti, en það sem mest um varði, var þó að nýr konungur var kominn til valda á Spáni, Karl keisari V. Hann var systursonur Katrínar frá Aragóníu. Tók hann upp þykkjuna> fyrir móður- systur sína og lagði fast að páfa um að veita ekki skilnaðarleyfi. Páfi vildi helzt hvorugan konunginn styggja, og þó síður Karl. Við sendimenn Hinriks bar páfi því ýmist við, að hjónabandið væri svo helg stofn- un, að það mætti ekki leysa, eða hann gæti ekki leyst þau bönd, sem fyrirrennari hans hefði hnýtt. Hvort- tveggja þessara ástæðna voru yfirvarp eitt. Það var ekki óalgengt þá, að fengið væri leyfi til hjónaskiln- aðar. Hafði t. d. Frakklandskonungur fengið leyfi til þess að skilja við drottningu sína, svo hann gæti geng- ið að eiga aðra, sem færði Frakklandi mikinn landauka. Hitt, að páfi gæti eigi veitt skilnaðarleyfið af því að fyrirrennari hans hefði veitt undanþágu til hjóna- bandsins, nær heldur engri átt. Það er sjálftalað, ef páfi gat veitt undanþágu til hjónabands, sem fortaks- laust var bannað í kir.kjunnar lögum, þá gat eftirmaður hans eins veitt leyfi til þess að slíta því. Sönn sök þess, að páfi tregðaðist við að veita Hinriki skilnaðar- leyfið, var sú, að stjórnmálunum var blandað inn í skilnaðarmálið og trúarbragðadeilum síðar meir. Þau 6—7 ár, sem Hinrik og Karl keisari toguðust á um páfa í skilnaðarmálinu, var oft að því komið að páfi léti að vilja Hinriks. Gengu bréf og sendimenn sífelt þessi ár milli páfagarðs og Lundúna til samninga um skilnaðarbeiðnina, en Karl keisari gat jafnan spillt því að samningar tækjust. JVÍargir, sem um Hinrik hafa ritað, halda því óspart á lofti, að hann hafi sótt skilnaðinn við Katrínu svo fast, af því að hann hafi fellt hug til annarrar konu, Önnu Boleyn. Þegar skilnaður Katrínar og Hinriks kom fyrst til mála, var Anna Boleyn ekki komin til skjalanna. En þótt svo væri, að Hinrik hafi stundum horfið að Önnu eftir að útséð var um sonaeign Katrín- ar, þá er það jafnvíst, að aðalorsök, eða einkaorsök skilnaðarbeiðninnar var þörfin að eignast löglegan rík- iserfingja. Nú verður að geta þess, að á öðrum tug sextándu aldar breiddist mótmælendatrú ört út um norðurhluta álfunnar, og einnig á Englandi. Varð útbreiðsla henn- ar á Englandi með sérstökum hætti, með því að menn vildu þar halda í marga af helgisiðum kaþólsku kirkj- unnar, messusiði o. fl. Kom svo að iokum, að sérstök ríkiskirkja var með lögum stofnsett í Englandi, og öllu sambandi við páfagarð slitið. Urðu nú margir hlutir í senn, fall Wolsey kardínála og að Hinrik tók stjórn landsins meira í sínar hendur en verið hafði. Var nú skilnaðarmáli hans og Katrínar stefnt fyrir stérstakan dómstól, sem þingið liafði skipað til þess að dæma það mál. Kom dómurinn saman í Oxford. Sátu hann full- trúar úr House of Lords og House of Commons, bisk- upar, æðstu dómarar landsins og ennfremur kennarar frá háskólunum í Oxford og Cambrigde. Fyrir þessum dómstóli var því haldið fram af hendi Hinriks, að hjónaband hans og Katrínar væri ógilt, þar sem páfi hefði ekki mátt veita leyfi til þess að hann giftist ekkju bróður síns. Hafði Hinrik látið þessa skoðun í Ijós fyrir brúðkaup sitt, eins og áður er á vikið. Fyrir dómend- um lágu og yfirlýsingar hálærðra kennimanna, inn- lendra og útlendra, að svo væru lög kirkjunnar rétt skilin. Dómstóllinn í Oxford dæmdi hjónaband Hinriks VIII. og Katrínar frá Aragóníu ógilt frá upphafi (ab initio). María dóttir þeirra var, samkvæmt þessu dóms- orði, óskilgetin, en það skipti engu máli um ríkiserfð- irnar, því enginn kvenmaður, hvorki af Tudorætt eða öðrum ættum, var þá arfgeng til ríkis á Englandi. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að dómar og löggjöf dómstóla og þinga uppreisnarmanna eru tal- in bindandi og gild, ef sú stefna eða stjórnarfyrir- komulag, sem uppreisnarmenn börðust fyrir, hélst til langframa. Séu uppreisnarmenn aftur á móti brotnir á bak aftur, eru dómar þeirra og löggjöf að engu höfð, einkum ef hið nýja stjórnarfyrirkomulag hef- ur átt sér skamman aldur. Hvað sem segja má um rétt- dæmi dómstólsins í Oxford í skilnaðarmálinu, þá var þó sá dómur fullgildur og bindandi fyrir landsmenn. Englendingar höfðu með sérstökum lögum brotizt und- an yfirráðum páfastóls og sett hjá sér ríkiskirkju, sem enn er til. Dómstóllinn í Oxford var skipaður samkvæmt lögum og reglum, sem þá giltu á Englandi. Verður þá ekki annað séð, en að hjónaband Hinriks hafi verið ó- gilt á alveg löglegan hátt. En kaþólskir menn og niðr- endur Hinriks hafa dóm Oxforddómstólsins að engu, og Katrín frá Aragáníu. _ íj V í K I N G U R 323

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.