Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Síða 37
Gustaf af Geijerstam Hvalveiði í skerjagarðinum Gustaf af Geijerstaui, höfundur sögu þeirrar, sem hér fer á eftir, er einn af öndvegishöfundum Svia á síðara helmingi 19. aldar. Hann var fæddur 1858, tók há- skólapróf í sænskri tungu og bókmenntum, vann viö blaöamennsku og ritstörf, and- aðist 1909. A tímabilinu frá '1880 og fram yfir aldamót var Gústaf af Geijerstam án efa vinsælasti skáldsagna- og leikritahöfundur Svía. Enn í dag er hann af mörgum tal- inn fremsta skáld þessara tíma í Svíþjóð, að Strindberg undanskildum. Þessi atburður gerðist á mjög einkennilegan hátt, og mundi aldrei hafa skeð hefði kona ekki átt hlut að máli. Konur geta framkvæmt hina merkilegustu hluti, ef þær hafa karlmenn til þess að stjórna. En einar eru þær ekki mikils megnugar. Þetta var í septemberbyrjun, og nokkrir sum- argestir bjuggu enn þá úti í skerjagarðinum, því haustið var milt og fagurt, og engan langaði enn þá heim til borgarinnar. Kvöld nokkurt kom Söderberg fiskimaður heim til sín og gekk beint inn til frú öman, sem leigði hjá honum. Frú öman var fertug ekkja, glöð og vingjarnleg, heiðarleg kona og hagsýn. Allir í nágrenninu litu á hana sem sjálfkjörinn ráðgjafa við öll hugsanleg tækifæri. Kæmi eitt- hvað fyrir, sem enginn bar skyn á, var hún jafnan fær um að ráða fram úr. Þess vegna sneri Söderberg sér nú til hennar í kröggum sínum og vandræðum. Söderberg var náfölur þegar hann kom inn og staðnæmdist fram við dyrnar, án þess að koma upp nokkru orði. „Hvað er um að vera?“, spurði frú Öman og reis á fætur. Hún var nýbúin að kveikja á lamp- anum og sat við lestur. Úti fyrir hjúpaði kvöld- rökkrið fjörðinn. Máninn var ekki ennþá kom- inn upp. „Hvað í ósköpunum gengur á?“ „Jú. Ég verða að segja frúnni frá því, að ég sá eitthvað úti á firðinum í kvöld. Við vorum að vitja um fiskinetin — þegar ég. — Ég held að það hafi verið sjálfur djöfullinn“. Frú öman varð undrandi. Söderberg var les- ari og blótaði aldrei. Þegar hann talaði um fjandann hlaut því að vera alvara á ferðum. „Rugl, Söderberg. Hvað sástu? Hvernig leit þetta út? Segðu frá!“ Söderberg hristi höfuðið og kom nær. „Það var víst einhvers konar dýr. Það var óskaplega langt, — álíka langt og — ja, og svo synti það og buslaði og velti sér í sjónum, og öðruhverju stóð foss úr því beint upp í loft- ið, og fossinn kom víst úr munninum á því. En ég tók til áranna heim svo hratt sem ég mátti“. Söderberg hætti að tala og horfði á frú öman. Hann vildi auðsjáanlega fylgjast með því, hvaða áhrif orð hans hefðu, og um fram allt vildi hann komast að raun um hvort hún væri jafn róleg og hún lét. „Þetta var hreinasta undur“, bætti hann við. „Það er hvalur, sem þið hafið séð, og engin ástæða er til að hræðast hann. Þetta var fyrir- tak. Farðu til Lars í Svarteyju og fáðu hann með þér. Þið getið hjálpast að því að veiða hval- inn. Á því getið þið grætt mikla peninga". En Söderberg virtist harla efablandinn. „Hvalur“, sagði hann, „svona langur? Hann var álíka langur og hérna þvert yfir fjörðinn. Ne — ei. Við Lars skulum svei mér varast það“. En frú Öman sat við sinn keip. Hún skýrði það fyrir Söderberg, að öllum, sem sæju hval í fyrsta sinn, færi líkt og honum. Og hún kom honum einnig í skilning um hvað mikla pen- inga þarna mætti græða, og niðurstaðan varð sú, að Söderberg tók Anders nábúa sinn með sér yfir um til Lars strax þetta sama kvöld. Lars var vel efnaður bóndi, sem bjó hálftíma sjóleið frá Krákueyju, sem var heimkynni Söd- erbergs. Lars var fimmtugur, stirðfættur, en armsterkur og alþekktur að gætni. Hann stam- aði hroðalega og hvað mest á örlagaríkum augnablikum, þegar mælsku var mest þörf. Fiskimennirnir bjuggu bát til veiðiferðar. Axir voru teknar fram og hvattar, krókstjakar brýndir og breytt í skutla. VIKINGUR 329

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.