Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 39
„Það er bezt að þú komir líka Anders, svo við séum fleiri saman“. Og Anders fór með. Þrír bátar hófu nú að ofsækja hið særða dýr. Þegar minnst varði kom hvalkálfurinn enn úr kafinu rétt við borðið á báti Lars. Annar pilturinn sleppti árinni og rak skutulinn af öllum mætti í dýrið áður en Lars, sem var að hlaða byssuna, hafði tíma til að setja hvellettuiia i pinnann, Skutullinn stóð fastur og hvalurinn hvarf nieð hann í djúpið. Villt húrrahróp kvað víð og í gleði sinni skaut Lars af handahófi á stóra hvalínn. „Ntt — U — ti — ú, sk — sk — u —• ulum við kra — ækja í st — ó — ó —- ra kv — í — i — kindið", öskraði hann. Bátarnir skipuðu sér í röð. Frú öman og ung- frúin fylgdust með í sínum báti, og fleiri bát- ar bættust í hópinn. Fréttin um að hvalur væri kominn inn á milli skerjanna hafði borizt um allt nágrennið eins og eldur í sinu, og bátar, Sehl taka vildit þátt í Veiðinni söfnuðust að hvaðanæva. Þeir komti úr austrí og vestri, suðri og norðri og í þeim sátú bæði kontir og karlar, unglingar og börn. Allir bátarnír mynduðu nú samfellda línu og í hvert sinn sem hvalurínn tók roku kváðu við óp og óhljóð frá öllum flotanum. Litli hvalurinn var nú horfinn, og álitu menn, að hann væri dauður. Allur áhugi beindist því að þeim stói-a. Hann var nú kominn út á milli hólmanna og bylti sér og blés úti á miðjum firði. Hinu megin við fjörðinn var skógivaxin strönd, sundurskorin af mjóu, djúpu sundi. Frá sundinu lá djúp renna langt út í fjörðinn. Beggja megin við þessa rennu var grunn. Tæk- ist að reka hvalinn inn í sundið eða upp á grunn- ið, voru veiðimennirnir öruggir um að hann mundi sitja fastur á leirunni. Árásarbátarnir mynduðu nú hálfhring, sem stöðugt þokaðist nær hinu stórvaxna dýri, er hálfært af ótta tók djúp köf á milli þess sem það varð að leita til yfirborðsins og barði þá vatnið með sporðinum. Veiðimennirnir æptu, skutu og köstuðu að því kjölfestugrjótinu. Að slíkum gauragangi höfðu hinar klettóttu, grýttu skógivöxnu strendur aldrei verið vitni áður. Hvalurinn varð æ villtari. Snögglega stað- næmdist hann og stóð hryggur hans hátt upp úr vatninu. Voldug, margrödduð gleðióp gullu út yfir fjörðinn og bátarnir lögðu að hvalnum. Fyrstur fór Lars. Stamandi og bölvandi sveifl- aði hann öxi sinni með ógurlegum tilburðum. Mennirnir stukku nú hver á fætur öðrum út úr bátunum og sóttu að undradýrinu í návígi. Hval- urinn var rækilega umkringdur og höggvinn og lagður af miskunnarlausri óbilgirni, bæði í höf- uð og síður. Blóðið streymdi úr sárunum og litaði sjóinn ryðrauðan. Lars var svo ákafur, að hann stökk upp á bakið á hvalnum og settist klofvega á háls hans og bjóst að veita honum banahögg aftan frá. Þá neytti hvalurinn síðustu orku sinnar og sló Lars á vangann með sporðinum, svo hann steypt- ist á höfuðið ofan í vatnið. En Lars spratt jafnharðan á fætur. Hann var svo reiður að andlitið var allt ein stór gretta, og hann stamaði svo, þegar hann rembdist við að reyna að koma upp orði, að svartur tóbaks- lögurinn rann út úr báðum munnvikjum. „Þe — e — e — etta sk — a — altu fá borg- að, fja — andinn e — eigi þig!“ orgaði hann. Og jafnskjótt stökk hann til og hjó í höfuð hvalnum af svo miklum móði, að nærri lá að það klofnaði. Hið stóra dýr lagðist þunglama- lega á hliðina, blóðstraumurinn litaði vatnið rautt og nokkrir sterkir skjálftakippir fóru um líkamann. Rétt í því að þetta gerðist kom Pétur Gustav auga á einkennilegan hlut, sem hreyfðist yfir sjávarflötinn. Tréstöng stóð upp úr sjónum og sveiflaðist aftur og fram, en færðist stöðugt nær. Hvalkálfurinn var ekki dauður, þó skut- ullinn stæði fastur í hálsinum á honum. Nú kom hann þarna syndandi til þess að leita móð- ur sinnar, ef til vill vegna þess, að hann skynj- aði hættuna, sem var á ferðum, ef til vill til þess að fá sér að sjúga, eins og hann hafði ver- ið að gera þegar Söderberg sá hvalinn í fyrstu og sýndist hann svo ógnar langur. Þegar Pétur Gustav, kom auga á stöngina, sem virtist hreyfast af sjálfsdáðum yfir haf- flötinn, skildi hann strax, að ungi hvalurinn var ekki dauður. Áköf og ómótstæðileg löngun greip hann þá til þess að vinna sér frægð og heiður. Án þess að mæla orð stökk hann upp í einn bát- inn og reri í áttina til dýrsins. Þegar hann nálgaðist skutulinn tók hann kaðal, sem lá í bátnum og kastaði lykkju fyrir stöngina og togaði síðan í kaðalinn af allri orku. En nú hófst annar dans en Pétur Gústav hafði dreymt um. Hann hafði ætlað sér að festa kaðalinn um tolla í bátnum og róa síðan hvalinn í land. Nú fór á annan veg. Hvalurinn hafði ekki fyrr fundið að togað var í skutul- inn, sem sat fastur í holdi hans, en hann leit- aði beint niður til botnsins. Og kraftar hans, þó ungur væri, voru meir en nógir til þess að draga bæði mann og bát. Það féklc Pétur Gústav að reyna þar sem hann stóð í bátnum, gapandi og eldrauður í framan af áreynslunni, og hélt sinni hendinni í hvorn kaðalenda líkt og hann stæði uppi á heyvagni og héldi í aktauma á V I K I N G L) R 331
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.