Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 42
þess er ég eini maðurinn, sem er fær um að lesa upphátt úr dagblaðinu fyrir kunningja mína í kránni. Og þannig erum við allir skírðir* upp aftur. Einn bræðra minna á fallegasta bátinn hér í plássinu, og við urðum ásáttir að skíra hann eftir dóttur minni, Kamillu. Jæja, við málum hann gulan og hvítan. En sjáið þér til, herra minn, — sama daginn og við skírum bátinn, fer piltungi einn niðri í fjörunni að hrópa upp um það, að hann sé eins og spælegg. Og síðan er hann ekki kallaður annað“. „Einmitt það“, greip ég fram í, „en hvað um Eldibrandinn?“ „Hans rétta nafn er ,,E1 Resuelto“ (Skelegg- ur), en þegar þeir sáu, hve snöggur hann var í vendingunni og hve léttilega hann flaug gegn- um öldumar, þá kölluðu þeir hann Eldibrand- inn. En nú skal ég segja yður hvernig fór fyrir Eldibrandinum í síðustu ferð hans frá Oran fyrir rúmu ári síðan“. Gamli sjómaðui'inn litaðist um til beggja handa, og þegar hann hafði gengið úr skugga um, að enginn var á hleri, sagði hann með breiðu brosi: „Ég var með í þeirri ferð, skiljið þér. Það vita allir hér í Torresalina, og ég segi yður það vegna þess, að við erum hér einir og ég veit, að þér farið ekki að kjafta því í yfirvöldin. Það er engin skömm að því að hafa siglt á Eldibrand- inum. Allar þessar tollstofnanir, riddaraliðs- skyttur og varðbátar eru verkfæri Djöfulsins. Ríkisstjórnin hefur fundið þessar plágur upp til að koma fátæklingunum í bölvun. Smygl er engin synd. Þvert á móti er það heiðarleg að- ferð til að afla sér viðurværis, því á sjónum hættir maður lífi sínu, og þegar í land kemur, á maður á hættu að verða tekinn fastur. Það er sem sé verðugt starf fy-rir hrausta og hugprúða karlmenn. Ég man vel eftir veltiárunum, þegar við fór- um tvær ferðir á mánuði og peningarnir flæddu inn í plássið, svo allir lifðu við allsnægtii’, bæði embættismennirnir og fátæklingarnir, sem verða að sjá fjölskyldu sinni farborða með tveim pesetum, og eins við sjómennirnir. En viðskiptin urðu sífellt örðugri. Það leið æ lengra milli ferða og við urðum að gæta ítr- ustu varúðar. Skipstjórinn hafði nefnilega sannfrétt, að yfirvöldin hefðu auga með okkur og vildu gjarnan klófesta okkur. í síðustu ferðinni vorum við átta á bátnum. Við sigldum frá Oran um sólarupprás, en uni| hádegisbilið, þegar við vorum á móts við Kar- tagena, sáum við svartan reykjarhnoðra úti við' sjóndeildarhringinn, og skömmu síðar hillti undir gufuskip, sem við allir könnuðumst við. Við hefðum heldur kosið að sjá syrta að af hræðilegu óveðri. Það var fallbyssubáturinn frá Alicante. Það var á stinningsvindur. Við lensuðum og höfðum öll segl uppi. En segl hafa lítið að segja á móts við upp- finningar nútímans, og hinn fræknasti sjógarp- ur stendur ráðalaus gagnvart gufuvélinni. En herrann má ekki halda, að varðbáturinn hafi dregið okkur uppi. Það vantaði bara, að Eldibrandurinn hefði látið góma sig, þegar hann hafði meðvind! Hann sigldi eins og höfrungur, með nefið í kafi, meðan sjóirnir gengu inn yfir þilfarið, og þótt varðbáturinn herti á vélinni, tókst okkur að halda fjarlægðinni nokkurn veg- inn. Ef komið hefði verið undir kvöld og myrkr- ið skollið á, áður en hann gat hafið skothríð á okkur, hefði hann mátt leita okkar lengi. En það var hábjartur dagur, og ef varðbáturinn héldi sig upp við land, myndi hann klófesta okkur fyrir myrkur. Það var ekki vafi á því. Skipstjórinn stjórnaði bátnum af mikilli gætni, líkt og líf híns og velferð væri undir því komin, að ekkert bæri út af. Lítið, hvítt ský leið frá varðbátnum og við heyrðum drunur í fallbyssu. Við sáum ekkert til kúlunnar, og við hlógum borginmánnlega að því, að hann skyldi gefa okkur svona augljósa aðvörun. Þeir skutu aftur af fallbyssunni, og að þessu sinni var skotið hættulegra. Það var eins og stór fugl kæmi þjótandi að bátnum með ámát- legu væli. Siglan féll með sundurtættum reiðanum. Segl- in voru í hengslum. Einn hásetinn hafði fót- brotnað, þegar reiðinn féll. Ég get ekki neitað, að okkur var ekki farið að lítast á blikuna. Það leit helzt út fyrir að við yrðum að gefast upp. Fjandinn sjálfur, hugsuðum við, — nú verður okkur stungið í svartholið fyrir það eitt, að reyna að sjá fyrir fjölskyldum okkar! Það var tíu sinnum verra, en lenda í manndrápsveðri. En skipstjórinn var engu lakari en báturinn. — Þetta gerir ekkert til, drengir, sagði hann. Reisið þið varasigluna. Ef þið eruð handfljótir ná þeir okkur ekki. Og hann talaði ekki fyrir sljóum eyrum. Við hömuðumst eins og berserkir. Mannveslingur- inn, sem fótbrotnað hafði, lá frammi í barka og engdist eins og maðkur og þreifaði um fótinn, jafnframt því sem hann kveinaði og bað okkur ,í nafni allra helgra vætta að gefa sér vatns-< ísopa. Eins og við hefðum tíma til þess! Við lét-» VÍ KIN G U R 334
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.