Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Síða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Síða 43
um sem við heyrðum ekki til hans og hömuð- umst við vinnuna. — Á tæpum tíu mínútum greiddum við úr stögunum, festum seglið við mastrið og reistum það. Skipstjórinn breytti um stefnu. Úti á opnu hafi var tilgangslaust að reyna að snúa af sér gufuskip, sem skaut að okkur fallbyssukúlumw Við urðum að leita lands og gefa.okkur Guði á vald. Við vorum staddir beint út af Torresalína, þar sem við áttum allir heimili, og við gátum því treyst á hjálp vina okkar. Þegar fallbyssubáturinn sá, að við stefndum, til lands, hætti hann að skjóta. Þeir héldu víst, að við kæmumst ekki undan, og hirtu ekki umj að herða á dallinum. Fólkið var ekki lengi að koma auga á okkur frá ströndinni. Sú frétt flaug eins og leiftur um bæinn, að Eldibrandurinn væri að koma, með fallbyssubát í kjölfarinu. En nú skuluð þér heyra hvernig fór. Það varði bylting! Helmingur íbúanna voru skyldmenni okkar, og hinn helmingurinn hafði áhuga á við- skiptunum við okkur. Ströndin varð svört af fólki. Menn, konur og börn fylgdust með okk- ur með augunum og ráku upp gleðióp þegan þau sáu, hvernig Eldibrandurinn lengdi bilið á milli sín og fallbyssubátsins, með því að heyta ítrustu krafta, unz við vorum hálftíma siglingú á undan. Jafnvel Alkalden var í flæðarmálinu, reiðu- búinn að leggja fram alla krafta sína til hjálp^ ar. — Riddaraliðsskytturnar héldu sig í hæfilegri fjarlægð. Þær búa mitt á meðal okkar, líkt og þær séu í tengdum við okkur. Þíer skildu straxi hvað í húfi var og vildu ekki steypa okkur í glötun, fátækum vesalingunum. — Nú hleypum við skipinu á land, drengir! hrópaði skipstjórinn. — Við eigum ekki um annað að velja. Aðalatriðið er að bjarga áhöfn- V I K I N G U R 335

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.