Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 48
Slcáldið Ric- hard Wright, höf. hókar- irtnar „Svert- ingjadreng- ur“, sem er nýkomin út á islenzlcu. á því, hve afskiptir og næstum útskúfaðir þeir eru frá öllum menningar- og heilsulindum. — Skólar þeirra eru fáir, lélegir og i.lla útbúnir að flestu leyti. I Atlanta í Georgia-fylki er t. d. einn skóli fyrir hver 85 hvít börn, en 2040 negrabörn koma á hvern svertingjaskóla. Svörtu kennararnir hafa lægri laun en hvítir starfs- bræður þeirra, skólahúsin eru oft lítil, léleg og úrelt að öllum búnaði. Svertingjarnir borga sína skatta, — en peningarnir eru notaðir til skóla- smíða og sjúkrabygginga handa hinu hvíta fólki. Hvarvetna blasa við svertingjunum höft og hindranir; múrveggir fordómanna rísa alls- staðar milli þeirra og hins hvíta kynþáttar. Við fjölmarga skemmtigarða og baðstrendur er þeim stranglega bannaður allur aðgangur. Þeir mega ekki sækja sömu kvikmyndahús og leikhús sem hinir hvítu. Þeim er bannaður aðgangur að „fín- um“ veitingahúsum. Jafnvel sum bókasöfn láta sér sæma að loka dyrum sínum fyrir svertingj- um. Og ekki mega negrarnir dýrka guð í sömu guðshúsum og hvítu mennirnir. Bak við hinar stóru og fínu kirkjur hvíta fólksins getur að líta ómálaða, vegglága og sligaða trékirkju- ræfla negranna. En kirkjur þeirra eru oftast fullar, þótt hinar standi hálftómar. Nær annar- hvor negri í Bandaríkjunum er meðlimur ein- hvers kristins safnaðar. Ógæfusamar mannver- ur flýja á náðir trúarinnar, undan sulti og sjúk- dómum, í von um betra líf hinumegin. Hvers konar hjátrú, hindurvitni og loddaramennska, sem bregður yfir sig kufli guðhræðslunnar, fell- ur í góðan jarðveg hjá örfátækum svertingjum. Tungumjúkir lygarar og' svikarar ganga um meðal negranna; „guðsorðið“ freyðir af vörum þeirra. Þeir bjóða aflausn syndanna og eilífa sáluhjálp fyrir nokkur cent. Og síðasti eyrir armingjans hverfur í gráðuga hít loddaranna. Negrahverfi stórborganna Hrópa ægilegan á- fellisdóm yfir hinn hvíta kynstofn. íbúðirnar eru margar hverjar viðbjóðslegar og þrengslin eftir því. Víða er sofið í vöktum. Þrír menn, sem hafa mismunandi vinnutíma, t. d. veitingaþjónn, bílstjóri og smiður, leigja sama-hornið og láta sér nægja eitt rúm, — spara með því fáein cent. Hjón með fjölda barna hafast við í einu her- þergi, viðhaldslausu og vesælu, þar sem rotturn- ar eru óboðnir gestir allar nætur. Flest húsin í fátækrahverfum svertingjanna eru leiguhjallar. Eigendur þessara manndráps- hreysa eru fínir, hvítir herrar. Þess eru dæmi, að leigan fyrir saggahúsin og rottusmogna kof- ana sé hærri en leiga á fyrst flokks íbúð í lux- ushverfum efnaðra borgara. Hvergi er ástandið verra en í New Orleans. Þar eru heil bæjarhverfi þar sem hvorki þekkj- ast steinlagðar götur, gangstéttir nú skolpræsi. Öðru hvoru mega vegfarendur klöngrast yfir vatnslæki og sorphauga. 1 þessu nöturlega um- hverfi, þar sem loft allt er lævi blandað og meng- að flestum hugsanlegum sóttkveikjum, striplast skinhoruð og hálfnakin negrabörn, hvernig sem viðrar. Er hér þörf á fleiri orðum? Aðeins fáum. Eymd negranna, fátækt þeirra, óþrifnaður, veikindi og armóður, stafar ekki af því, að svertingjar séu verri, heimskari eða latari en hvítir menn. Það var mikið áfall fyrir sérfræð- inga og atvinnumenn í kynþáttahatri, þegar sannað var óvéfengjanlega með gáfnaprófum, sem fram fóru í sambandi við skráningu í her- inn, að svertingjar Norðurfylkjanna höfðu hærri greindarvísitölu en hvítir menn úr Suður- fylkjunum. Þeir höfðu notið skárri lífskjara. Það var allur galdurinn. Jafnvel fátækrahverfi Chikago og New York-borga veittu betri skil- yrði til mannsæmandi lífs en gengdarlaus þræl- dómurinn í Suðurfylkjunum. Á styrjaldarárunum gekk svertingjum betur en áður að fá margs konar vinnu. Þeir komust að störfum við iðnfyrirtæki, í verzlunum, í skrif- stofum og víðar þar sem aldrei fyrr hafði verið tekið í mál að ráða svartan mann. En nú er vofa atvinnuleysisins á næstu grösum. Og þá rætist á svertingjunum orðatiltækið: last to be hired, first to be fired; — síðastur tekinn, fyrstur rekinn. Svertingjavandamálið er mikið umhugsunar- efni ýmsum fremstu og víðsýnustu mönnum Bandaríkjanna. Þeir æskja einskis fremur en að smánarblettur kynþáttahatursins verði þveg- inn hið fyrsta af þjóð sinni. 34D VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.