Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 52
þar sem allir vélbátamir og litlu skemmtisnekkjurnar lágu hlið við hlið. — Halló, Eiríkur! kallaði ein þeirra, dökkhærð og grannvaxin stúlka um tvítugt. Eiríkur stóð álútur í skekktunni sinni með uppbrett- ar ermar og var niðursokkinn í að fást við vélina í bátnum. Hann rétti úr sér og brosti. — Halló, kallaði hann um hæl, — komið þið um borð, stelpur. Ég skal fara með ykkur einn hring í kringum hólmana. — Eigum við að koma líka? spurðu hinar og skríktu. — Nei, við getum verið öruggar um það, sagði dökk- hærða stúlkan ertnislega, — að Eiríkur á von á ann- arri stúlku til að fara með sér. ■— Nei, alls ekki, Signý, sagði Eiríkur og roðnaði, eins og hans var vandi. — Komið þið bara. Ég kem rokknum í gang eftir andartak. Stúlkan, sem hann kallaði Signýju, rak út úr sér tunguna til marks um, að hún tryði honum ekki meira en svo. Það átti að merkja, að hún vissi um síðasta ástarævintýri hans, en að liún tæki sér það ekki nærri. Því þau voru gamlir vinir. Hún var dóttir hafnar- stjórans og hafði foryztu fyrir þeim blómarósum þorps- ins, sem ekki heyrðu til þeirri fjandsamlegu klikku, sem fylkti sér kringum dætur þorpslæknisins, sem voru fæddar í Osló. — Jæja, sagði hún stríðnislega, — er þá nýja hjarta- gullið upptekið í dag? Þá erum við víst nógu góðar handa þér! Eintómt grín. Nú jæja. En Eiríki geðjaðist ekki að þessu. Einmitt þess vegna. Hann iðraði þess, hvað hann hafði umgengist Signýju lítið síðan hann kom heim. Áður hafði hún oft búið í huga hans í sambandi við hina rómantísku drauma um gullinn einbaug á baug- fingri hægri handar. Hann flýtti sér að þurrka af höndunum og hljóp á land. Svo tók hann undir arminn á Signýju og annai'ri stallsystur hennar og leiddi þær blaðrandi fram sól- glitrandi bryggjuna. Hann vildi notfæra sér þetta tæki- færi — til að snúa þessum heimskulegu ástardraum- um sínum upp í grín. Eiríkur var nefnilega heilbrigður og skynugur piltur. En sálfræðingur var hann ekki. Allra sízt, hvað honum sjálfum viðvék. , Farþegabáturinn hafði blásið fyrir utan hólmana og seig hægt til lands með dálitla slagsíðu, því farþega- hópurinn hafði allur þyrpzt öðru megin á þilfarið. Hann rann að bryggjunni líkt og hífaður skútukarl með húf- una úti í öðrum vanganum. Signý hnippti í Eirík. Hann sneri sér þangað, sem hún benti með höfðinu — grafalvarleg og með hátíða- svip. Þarna kom Fanney í rauðum sumarkjól og með barðastóran stráhatt. Hún var í fylgd með frænda sín- um, nýja prestinum, sem kom beint frá hámessunni. Þau úttu sýnilega von á gestum með skipinu. Jú, nú sá liann að hún veifaði hönzkunum sínum í ákafa til einhvers um borð. Eiríki fannst kverkarnar herpast saman. Hann hafði reyndar aldrei séð Fanneyju svona fall- ega, svona fyrirmannlega búna og svona kvenlega í hreyfingum. Hún hafði hingað til klæðst slitfötum, stuttum, ódýrum kjólum, leggjavíðum síðbuxum, líkt og enskur sjóliði, eða þá stuttbuxum, sem þá voru að komast í tízku. Nú fyrst sá hann hana sem „dömu“. Hingað til hafði hún verið félagi hans og leiksystir. Meðan verið var að binda landfestarnar leit hún þangað sem Eiríkur stóð, horfði í augu hans og kink- aði kolli lítið eitt. Hún brosti ekki. Hins vegar sýndist Eiríki dökkur skuggi hvíla undir brúnum hennar, botn- laust hyldýpi, leyndrar sorgar. — Og honum glæddist ný von. Blaðrið í Signýju og stöllum hennar fannst honum láta illa í eyrum, og bryggjan og þröngin af farþegum, ferðatöskum og fólki, sem var að taka á móti kunningjum sínum, kveðjurnar og hrópin, allt rann þetta saman í einn graut í heila hans. Þegar hann leit upp aftur og renndi augunum til liennar, stóð hún hjá frænda sínum og ungum, ljós- hærðum manni í rykfrakka og með gula hanzka. Hann var nýkominn í land með tvær ferðatöskur. Þau léku á als oddi. Hún hló viðstöðulaust og hallaði sér að unga manninum með öllum teiknum innilegrar vináttu og rótgróinnar ástúðar. Burðarkarl tók við ferðatösk- unum og þau gengu öll þrjú hægt upp frá bryggjunni. Fanney og ungi maðurinn leiddust og voru niðursokk- in í fjörlegar samræður. Honum, Eiríki, virtist hún hafa gleymt. Honum sýndist ungi maðurinn brosa og veifa í átt til hans og Signý veifaði glaðlega til hans á móti. — Þekktirðu hann? spurði hann Signýju nokkru seinna. Hún leit forviða til Eiríks. — Já, er nokkur hér í þorpinu, sem ekki þekkir hann? sagði hún og hló. — Þetta er sonur nýja prestsins. Vertu ekki að gera þig asnalegri en þú ert, Eirikur. — Hvernig ætti ég að þekkja hann? Ég hef svo að segja ekki komið heim í þrjú ár. — Það hefur víst margt breytzt héma, þykist ég vita. Jú, Signý þekkti Jón Albert. Hann var læknanemi. Og nú mundi hann, að móðir hans hafði verið að minn- ast eitthvað á ungan mann í sambandi við prestsfjöl- skylduna. — Hann var hér um páskana, hélt Signý áfram.— Ég dansaði við hann heilt kvöld í Ráðhússalnum. Ynd- islegur herra, máttu vita. Stöllur liennar voru ekki á sama máli. Annarri fannst hann alltof kvenlegur. — Froða, sagði hún með fyrir- litningu. Hinni fannst hann alltof freknóttur. Og hún gat ekki þolað freknur. Signý hló að þeim, blístraði kankvíslega og sagði: Já, hvað sagði ekki refurinn um eplin.-------- Eiríkur gekk lengi úti með Signýju. Það var eins og hann þarfnaðist einhvers til að styðjast við og segja hug sinn í þögn. Hjarta hans var aftur úr jafnvægi og hann hlustaði bara með öðru eyranu á þær fréttir og lítilfjörlegu hneykslissögur úr þorpslífinu, sem Signý var að fræða hann á. Henni kom ekki lengur til hugar að spyrja hann um framtíðaráform iians, eða hvernigj, honum hefði liðið í Kristiansand. Hann hafði búizt við því, þótt þau hefðu reyndar skrifast á öðru hvoru síðastliðin þrjú ár. Hann gleymdi því í svipinn, að þau höfðu talað um þetta allt, þegar þau höfðu hitzt við hliðið heima hjá honum einn af fyrstu dögunum 344 VIKINEUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.