Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Síða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Síða 55
Sverrir Þór, skipstjóri: UU61EIÐ- Um nákvæmni Consol-miðana l * í 9. tölublaði Víkings gefur að líta tvær grein- ar eftir Henry Hálfdansson loftskeytamann. Er sú fyrri skrifuð í tilefni af 25 ára afmæli Félags íslenzkra loftskeytamanna, en hin um ConsoZ-radíóvitana. Ég las síðari greinina fyrst, því mig fýsti að vita, hvað fagmaðurinn hefði að segja um þetta nýja staðarákvörðunartæki. Það getur vart farið hjá því, að ókunnugir, sem lesa þessar greinar, — einkum lýsinguna á ágæti og nákvæmni Consol stöðvanna, og frá- sögnina um siglinguna til Þýzkalands á „Hval- fell“, sem sagt er frá í ConsoZ-greininni, og um- mæli H. H. um störf loftskeytamanna í fyrri greininni — kunni að hallast að þeirri skoðun, að eftir þær framfarir, sem orðið hafa í radíó- tækni síðustu árin, einkum á sviði siglinga, bæði á sjó og í lofti, þá sé nú loftskeytamaðurinn orð- inn aðal-siglingafræðingurinn um borð í skip- unum. Enda segir H. H. orðrétt á bls. 242: „Því að segja má, að á herðum loftskeytamannanna hvíli nú ekki sízt öryggi sjófarenda og almennt siglingaöryggi". Ég verð að játa, að mér er ekki vel ljóst hvað greinarhöfundur meinar með þessum ummæl- um; það getur verið um tvennt að ræða, nefni- lega það, að af öllu því sem hvíli á herðum loft- skeytamannsins, sé siglingaöryggið sízt léttasti bagginn, eða þá hitt, að öryggið hvíli sízt léttar á herðum loftskeytamannsins en annara. En hvor meiningin sem er rétt, þá er ekki ólíklegt að þeir menn, sem á sínum tíma vildu af sparn- aðarástæðum reyna að komast hjá að hafa loft- skeytamann á skipum, fari nú að hugsa um, hvort ekki sé hægt að komast af án skipstjóra og stýrimanna, en bæta við í staðinn svo sem einum V í K I N G U R loftskeytamanni eða tveimur, sem eiga manna bezt að kunna að starfrækja hin nýtízku sigl- ingatæki, eftir því sem H. H. segir á bls. 243. Starfræksla og viðgerð er sitt hvað, og leyfi ég mér að álíta það starf skipstjórnarmannanna að starfrækja þessi tæki, en loftskeytamannanna að annast viðhald og viðgerðir. En því miður er ég hræddur um, að ekki sé það á færi loft- skeytamanna á skipúm almennt, að finna og gera við bilanir á öllum þeim tækjum sem H. H. telur upp. Ég segi almennt, því ég veit, að margir loftskeytamenn hafa af áhuga og fróð- leiksfýsn sjálfir aukið verulega við þá menntun, sem Loftskeytaskólinn veitir í radíótækni, og eiga þeir lof skilið fyrir það. En þar sem það var ekki ætlun mín að taka til meðferðar verkaskiftingu yfirmanna á skip- um, heldur gera nokkrar athugasemdir við hina mjög svo villandi grein um Consol-radíóvitana, mun ég nú snúa mér að henni. Greinarhöfundur byrjar á að skýra frá á- skorun Slysavarnarfélagsins um að athuga möguleika á því að reisa Consol-vita á íslandi, og er ekkert nema gott um það að segja, að taka þetta mál til athugunar, en margt þarf að at- huga og taka með í reikninginn í þessu sam-. bandi, og þá fyrst og fremst að gera sér ljóst, hvaða hlutverki vitinn eigi að gegna, og hverjir eigi að hafa gagn af honum. Þá virðist greinar- höfundur láta sér detta í hug, að þessi eini radíó- viti geti ef til vill sinnt hlutverki allra vita og leiðarljósa á landinu. Þetta er vitanlega fjar- stæða og vil ég því til sönnunar benda á tvær eftirfarandi staðreyndir. í fyrsta lagi: Consol- radíóvitarnir senda merki sín í tveim andstæð- Frh. á bls. 350. 347

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.