Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Side 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Side 59
eru um 220 sm. í þeiVri fjarlægð mundi einnar gráðu skekkja í miðun, sem búast má við að geti átt sér stað að nóttu til, valda 3,8 sm. skekkju í staðarákvörðun, eða svipaðri vegalengd og frá Garðskagavita að ljósabauju nr. 2 í Faxaflóa. Skip, sem teldi sig vera við baujuna eftir Consol miðunum, og treysti þeim í blindni, gæti því verið um það bil að stranda á Garðskaga. Yztu takmörk geirans mundu liggja út yfir Mánareyjar og Grímsey að norðan, en að sunn- an skammt fyrir austan Vestrahorn. Á báðum þeim stöðum eru frá Eiðum um 120 sm. til sjávar, einnar gráðu skekkja mundi því valda þar 2,1 sm. skekkju í staðarákvörðun, en 5 gráðu skekkja 10,5 sm. Væru miðanir frá þessum vita notaðar í sam- bandi við annan vita lengra í burtu, t. d. á Lo- foten, eins og H. Ií. virðist hugsa sér í framtíð- inni, yrði útkoman enn verri, því það eru um 900 sm. til Vestfjarða, og einnar gráðu skekkja á þeirri vegalengd veldur 15,7 sm. skekkju í staðarákvörðun. Að þessu athuguðu hlýtur að verða ljóst, að Consol aðferðin til staðarákvarðana getur eng- an veginn talizt mjög nákvæm. Greinarhöfundur segist hafa fengið gott tæki- færi til að athuga gagnið, sem hafa má af Con- sol radíóvitunum, og virtist hónum mjög auð- velt að ákveða stað skipsins, og var hann fljót- ari að því en skipstjórinn. En það er galli, að loftskeytamaðurinn segir ekkert um, hvaða tæki skipstjórinn hafi notað til sinna mælinga, né heldur hvernig staðarákvörðun hans hafi borið saman við Consol staðarákvörðunina. Ég get upplýst H. H. um það, að eg liefi einnig haft tækifæri til að gera Consol staðarákvarð- anir og bera þær saman við raunverulegan stað skipsins, og hefur alltaf reynzt talsverður mun- ur þar á. Síðast hinn 15. október gerði ég eina slíka staðarákvörðun suður af Lindesnes í Nor- egi, og reyndist ónákvæmni vera 7,5 sm. Van- ur loftskeytamaður taldi merkin frá stöðvunum (Stavanger og Bush Mills), svo ekki var um að ræða klaufaskap leikmannsins við að greina merkin. En það hlýtur H. H. og aðrir, sem hlust- að hafa á Consol stöðvar að vita, að oft er illt að greina merkin um það bil sem skiftir frá punktum í strik (eða öfugt) og missast því e. t. v. 2—3 merki, og verður jafnvel að gizka á, hvort úr hafi fallið punktar eða strik. Eykur það enn á ónákvæmnina, þar sem hvert merki tekur yfir % gráðu. H. H. telur áreiðanlegt, að skipstjórnarmenn, sem hlustuðu stöðugt á Consol vitana, og hefðu radar til að fylgjast með umferðinni kringum Aflinn innbyrtur. £mœlki Þá er það sagan um Skotann, sem læddist út á hlað á aðfangadagskvöldið, hleypti úr byssu, kom síðan inn til barna sinna og sagði, að jólasveinninn, sem ætlaði að konia með jólagjafirnar, liefði framið sjálfsmorð. ★ Þegar hinn frægi tónlistarmaður, Sergei Raehmanin- off, var unglingur, lék hann einhverju sinni við liljóm- leika klaver-þáttinn í Kreutzersónötru Beethovens. Koma þar fyrir margar og langar þagnir. Þegar ein- hver lengsta þögnin kom, stóð upp öldruð frú, vék sér að Rachmaninoff og hvíslaði: „Leiktu heldur eitthvað sem þú kant, piltur minn“. sig, gætu siglt öruggir um höfin, jafnvel með byrgt fyrir alla glugga. Slíkri fullyrðingu sem þessari, hefði frekar mátt búast við úr einhverri annari átt en frá skrifstofustjóra Slysavarnafélags íslands. En sem betur fer, mun víst enginn skipstjóri taka upp á því, að sigla eingöngu eftir Consol miðun- um, enda mundu Slysavarnafélögin þá áreiðan- lega fá enn meira starf að vinna við að bjarga mönnum af strönduðum skipum. VIKINGUR 351

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.