Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 60
Skemmtileg smósaga eftir Vestmann, íslenzkan farmann Þegar við myrtum Madagaskar-Pétur Johnson stýrimaður var einn af þeim mönn- um, sem ekki láta að sér hæða. Ekki svo að skilja, að hann hafi verið illmenni, fantur eða, eins og við köllum það, „blók“, síður en svo. Hann var eiginlega tveir menn, það er að segja tvær persónur: Johnson stýrimaður og John- son skipsfélagi. Johnson stýrimaður var strangasti og ná- kvæmasti yfirmaður, sem ég hefi nokkru sinm kynnzt, en Johnson skipsfélagi kátasti, hjálp- samasti og bezti maður, sem siglt hefur um höf- in sjö. Þú tekur ofan fyrir honum, ef þú mætir honum, jafnvel eftir að þú ert farinn af hans skipi og hann er ekki lengur yfirmaður þinn. Það gerir þú og allir aðrir, sem hafa siglt með honum. Madagaskar-Pétur var aftur á móti hið mesta úrhrak og óburftarkvikindi, sem nokkru sinni hefur um skipsfjalir gengið. Framúrskarandi grimmur, Ivmskur, illgjarn, falskur og —, þú fyrirgefur lesari góður, mig vantar lýsingarorð, sem prenthæf gata talizt. Við sátum inni í veitingastofunni — eða siormnnrii — The Lake í Boston. Amnnd og ég. og rifinðnm nrm wmlar endnrminningar frá samverustundnm okkar á Varulf frá Stavanger og bísanum í Barcelona. Amund, norskur Norð- maður frá Noregi, ég íslenzkur frá Reykjavík. Amund var einn af bessum fiöldamörgu Norð- mönnum, sem fóru ungir í siglingar, flæktust um öll heimsins höf og lönd. Áttu engan fastan samastað. Slitnir úr tegzlum við fólk sitt heima, rótlausir og létu hverjum degi nægja sínar þján- ingar. Ég var nýráðinn á flutningaskipið Bell frá Boston, en Amund að fara af, og var ég að forvitnast um ýmislegt varðandi veruna bar um borð. Amund fór af skipinu, eða réttara sagt, var rekinn af því, vegna Madagaskar- Péturs og gat aldrei nógsamlega varað mig við honum. Annars lét hann vel af verunni. „Ég hefði aldrei trúað því, að þú létir fara svona með þig“, varð mér að orði, þegar Amund var búinn að segja mér frá nokkrum viðureign- um sínum við Madagaskar-Pétur. „Því stútuðuð þið ekki kvikindinu?“ „Ha, sagðirðu stúta honum? Sagðirðu stúta honum Pétri? Reyndu það Sigge. Reyndu það bara“! Ég var vantrúaður á að ekkert væri hægt að klekkja á Pétri. Eitthvað, sem dygði í eitt skifti fyrir öll. En afsökun mín var, að þá þekkti ég ekki Madagaskar-Pétur. Við Amund innbyrtum marga bjóra og sjússa þetta kvöld, og það síðasta sem ég man, var að við hétum hvor öðrum ævarandi vináttu og stað- festum það með faðmlögum og kossi. Ég gekk upp landganginn með hafurtaskið mitt. Ég sá Johnson á dekkinu og hásetana við vinnu hingað og þangað um skipið. „Er herrann kominn?“ Johnson tók djúpt ofan. „Já“, sagði ég og vissi að ég var 2 tímum of seinn, ég var ekki vanur að hart væri tekið á slíku, þegar maður var að flytja sig um borð í fyrsta sinn og sízt í Boston. „Já! Það heitir ekki „já“ um borð í þessu skipi Það heitir „já, stýrimaður". „Já, stýrimaður". „Svo eru það nokkrar einfaldar heimilisvenj- ur, sem nauðsynlegt er að þú- þekkir frá upp- hafi“. „Já, stýrimaður“. „Það er þá í fyrsta lagi: Hér mæta menn stundvíslega við vinnu og á vörð. í öðru lagi: Ófullir. 1 þriðja lagi: Láta Madagaskar-Pétur í friði. Hver, sem verður uppvís að því, að hrekkja hann, misþyrma honum eða á nokkurn hátt gera honum illt, hlýtur refsingu fyrir“. Og Johnson rétti fram krepptan hægri hnefann, en það var nú hnefi í lagi. Á stærð við fótbolta og sat á handlegg, sem er sá sverasti og lengsti, sem ég hefi séð, enda var Johnson yfir þrjár álnir og þar eftir þrekinn. „Já, stýrimaður“. „Nú, á móti kemur: Gott fæði, góð aðbúð og á allan hátt fair play. Auk þess sem öllum háset- 352 V í K I N □ U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.