Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 70

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 70
Júlíus Ólafsson vélstjóri ræðir hér ýmis mál frá sínu sjónarmiði daginn og veginn Fyrir síðustu áramót fór fram allsherjar eig-nakonn- un meðal þjóðarinnar. Sú ráðstöfun var talin þörf, vegna þess ástands, sem ríkt hafði í efnahagsmálum þegnanna. Hefði ekki um komandi áramót verið til- valið, að láta fram fara allsherjar sálkönnun? Þannig, að prófað yrði andlegt siðgæði einstaklinganna. Það skiptir sízt minna máli en rétt framtal bankainnstæðna og atvinnutekna. Það væri bæði fróðlegt og gagnlegt, að vita hvernig einstaklingarnir stæðu sig í þessum efnum. Það er kominn meira en tími til, að skipta um þá venju, að virða manngildi eftir krónum, klæða- burði, hús- eða bíleigu. Þótt þetta hafi sína þýðingu á meðan við dveljum hér, þá er það ekki, eða ætti alls ekki að vera aðalfjársjóður sálarinnar, eins og stund- um vill verða. Maðurinn á að vera metinn eftir skap- gerðarþroska, hjartalagi og dyggðum einum saman. Annar mælkvarði á ekki að koma til greina. Hroki og yfirborðsháttur á að víkja, en siðgæði og sannleiks- þjónusta að taka við. Þá mun betur fara í mannheimi. Þess verður naumast vart, að málsmetandi leikmenn kveðji sér hljóðs í blöðunum um andlegu niálin og rök lífsins. Hér á árunum, þegar þeir ræddust við Einar H. Kvaran og Sigurður Nordal, ásamt öðrum mætum mönnum, þá voru blöðin læsilegri en nú. Nú eru radd- imar þagnaðar og enginn segir neitt í þá átt. Hval- fjarðarsíldin, Marshall-hjálpin og járntjaldið eru dæg- urmálin. Sízt skyldi vanmeta þessi mál, þau varða miklu. „Morgunn", málgagn Sálarrannsóknarfélags íslánds, „Ganglei’i", málgagn Guðspekifélagsins, og „Dagrenn- ing“, málgagn spádómanna, eru tímarit andlegs efnis og túlka frjálsa hugsun. „Dagrenning" er nýkomin út, læsileg að vanda. Spádómar og spásagnir er fróðleik- ur, sem margt má af læra. Þeir, sem vilja fylgjast með heimsviðburðunum í ljósi spádómanna í Biblíunni og Pyramídanum mikla, fá iivergi betri greinargerð um það efni. Margpi' minnast þess, að margt óþarfa orðið, ófagurt, og ég vil segja ókristilegt, var sagt af kenni- og leik- mönnum, þegar „Spíritismi" og „Guðspeki" voru að ná liér fótfestu og láta ljós sín skína. Hversu fátækari væri ekki kirkjan og kristindómurinn á íslandi, ef þess- ar stefnur hefðu ekki komið og náð að festa rætur hér? Allir þeir, sem hafa að miklu eða litlu leyti kynnt sér þær, viðurkenna, að þær hafi skotið styrkum stoðum undir frjálsa hugsun í trúarefnum, gert trúarbrögðin andlegri og skiljanlegri. Meiri hluti presta landsins eru vinveittir annarri eða báðum þessum stefnum. Þeim til verðugt lofs, eru sumir þeirra í anda og sannleika áhangendur þeirra. Verzlunarmannafrídaginn 2. ágúst 1948 messaði hr. biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson. Ræðunni var útvarp- að. Hr biskupinn minntist á það, hversu gagngerða breytingu það myndi hafa til bóta á þjóðlífið, ef for- ustumenn þess væru í sannleika kristnir. Hann benti á, að það bæri að stefna að því, að velja engan mann í ábyrgðarstöður, nema fullvíst sé, að liann væri krist- inn— og lifði eftir kristnum hugsjónum. Það er erfitt í fljótu bragði, að gera sér grein fyrir því, hvað felst í þessum ummælum hr. biskupsins. Að hafa sannkrist- Frh. af bls. 359. að ef nokkuð er glæpur, þá er þetta það, og ætti ekki að líðast, ef mögulegt væri að sporna við. Ég þykist vita, að þessir menn skáki í því skjóli, að ekki sé hægt að ná þeim, og má vel vera að það sé erfitt. Þó tel ég að mjög nærri sé hægt að komast sökudólgunum með því að miða þá á miðunarstöðvarn- ar, sem nú eru komnar í flest skip og alla stærri báta. Sumarið 1947 vissi ég til þess að nokkur skip reyndu þetta, en um árangur hef ég ekki heyrt. Þetta sama sumar tókst mér með sæmilegri nákvæmni að miða einn af þrjótunum, enda þótt ég bæri ekki gæfu til að geta klekkt á honum, þar sem ein miðun er ekki nógu nákvæm í þessu tilfelli. Ég tel, að eina lausnin á þessu væri sú, að nokkur ákveðin skip, ásamt varðskipunum, væru fengin til að miða þessar talstöðvar, þegar þær eru að starfa sín- um, sem venjulegast er þegar lítið er um að vera á veiðisvæðinu eða þegar ekki er veiðiveður. Skipum þess- um væri svo gefið vald til að kæra þessa sökudólga og láta þá standa fyrir sínu máli. Það er sorglegt til þess að vita, að á sama tíma sem skip í sjávarháska kallar á hjálp, skuli vera annað skip, sem notar sína talstöð með því að útvarpa slúð- ursögum og yfirgnæfa svo hið nauðstadda skip, svo neyðarkall þess heyrist ekki. Hverjir eru ábyrgir fyrir slíku? Hvaða menn úr okkar stétt eru þeir níðingar, að láta það spyrjast, að þeir lesi eða séu ábyrgir fyrir lestri klámsagna, á sama tíma sem félagar þeirra eru að reyna að nota síðasta tækifærið til að kalla á hjálp? Símon Helgason. 362 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.