Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 78

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Qupperneq 78
sú fásinni, að lögréttan á íslandi hafi haft fullt lög- gjafarvald, sem er stjórnlagalegur ómöguleiki (sjá Réttarstöðu Græniands, kap. 5 og 6). Þjóðfélagsbandið var ekki aðeins bindandi af hálfu þegnanna. Það sést ekki, að Grágásarþjóðfélagið hafi getað svift mann hinum ísl. þegnrétti hans, nema með dómi (eða lög- lega gerðri sátt) og sem refsing fyrir drýgðan glæp. Er þessir frjálsu þegnar „várra laga“, hins ísl. þjóð- félags, fóru á skipulagsbundnum landnámsflota til Grænlands og námu það 986 fyrir sig og eftirkom- endur sína um alla tíma, fóru þeir þá og jafnan síðan með þjóðfélagsvald hins íslenzka þjóðfélags yfir Græn- lgndi, því þeir voru sjálfir starfandi hluti og valdhaf- ar hins ísl. þjóðfélags. Og þar sem ísl. þjóðfélagið var þá her (þegn þýðir hermaður), var Grænland þá einnig varanlega hersett af íslendingaher. Þótt Grænland hefði ekki verið orðið að hluta hins ísl. þjóðfélagssvæðis og ísl. almenningur fyrir landnámið, myndi námið eitt hafa verið nægilegt til að skapa íslandi fullkominn og varanlegan yfirráðarétt yfir því. Þar sem þjóðfélags- bandið var varanlegt og bindandi fyrir alna og óborna, ber að líta svo á, að þessi réttarstaða Grænlands sem ísl. nýlendu hafi haldist, unz sannað verður, að hún hafi breytzt á löglegan hátt. Þetta er óhrekjanleg lögfræðileg staðreynd. Til þess að komast fram hjá henni, lánar Einar þetta hálmstrá frá Finni heitnum Jónssyni (Lögrétta 11. sept. 1923), er ég var þá löngu búinn að hrekja: „Eiríkur og þeir námu landið í sinu nafni, en ekki handa íslandi". Spurn- ing: Hvernig gátu þegnar hins ísl. þjóðfélags, er fóni með vald þess, voru sjálfir íslenzka þjóðfélagið og þjóðin, og varanlega bundnir af þjóðfélagsbandinu og „í lögum skyldir", numið land handa sjálfum sér, án þess, að það yrði um leið liluti hins íslenzka þjóðfé- lagssvæðis? Hið einkaréttarlega og stjórnlagalega land- nám fer þarna fram í sömu athöfn, og þá, og þar á eftir halda þessir ísl. þegnar áfram að fara með hið ísl. þjóðfélagsvald yfir Grænlandi, því þeir eru sífellt „í lögum skyldir". Svo tekur E. A. líka traustataki á þessu vínberi frá Halldóri Hermannssyni (sbr. Lög- berg 24. nóv. 1921) til samanburðar og áréttingar: „Þeir (landnámsmenn íslands) námu ekki Island handa Noregi‘‘. Nei, mikið var, þótt þeir næmu ekki ísland handa þjóðfélagi, sem þeir voru ekki þegnar í, þjóð- félagi, sem ekki var heldur orðið til, þegar námið fór fram, og varð ekki til fyrr en landnámsmenn Islands voru búnir að fúna í 100—200 ár í gröfum sínum! Landnámsmenn Islands komu frá fjöldamörgum full- valda þjóðfélögum og þeir voru flestallir sekir í þeim og þjóðfélagslausir. Þeir komu dreifðir, sundraðir og skipulagslausir á tveim mannsöldrum og námu þannig, að engin þjóð var út af fyrir sig, heldur allar þjóðir, og sýknir menn og sekir, í einum óaðgreinanlegum „hrærigraut", og landið, sem þeir námu, var einskis- land. Landnámsmenn Islands gátu því eklci talið sig til neins þjóðfélags, og neyðin knúði þá því til að stofna nýtt þjóðfélag. En landnámsmenn Grænlands voru allir alsýknir þegnar eins og sama þjóðfélags, „várra laga“, er búið var að eignast yfirráðarétt og eignarrétt (al- menningsrétt) yfir öllu Grænlandi fyrir landnámið, komu allir í einu á skipulagsbundnum landnámsflota og námu land á þjóðfélagssvæði sinnar eigin þjóðar. Þetta tvennt,- landnám íslands og Grænlands verður hvergi talið sambærilegt. Þessar kenningar þeirra eru allrækilega hraktar í Réttarstöðu Grænlands. Þar sem greinargerð Einars er ekki prentuð og að- eins handtæk í einu eintaki (handriti) í Landsbóka- safninu, ætla’ ég að lofa ykkur að sjá nokkur sýnis- horn af hugsanagangi hans og lærdómi. — Á bls. 10 ritar hann: „Landnámsmennirnir grænlensku voru vaxnir upp úr íslenzkum jarðvegi. Þeir fluttu því með sér íslenzka tungu og íslenzka menningu. Lifnaðar- hættir þeirra og siðir hlutu því að vera þeir, sem þeir höfðu verið í heimalandinu, að svo miklu leyti sem sam- rýmast mátti landshögum á Grænlandi. Trú Grænlend- inga var því hin sama sem trú íslendinga. Arfsagnir úr átthögunum íslenzku fylgdu þeim. Eitt Eddukvæð- anna (Atlamál hin grænlensku) er ort á Grænlandi. Siðareglur Grænlendinga verða hinar sömu, sem ríkj- andi voru á Islandi, t. d. mannhefndir. Búfé fluttu þeir með sér af Islandi og stunduðu landbúnað á Grænlandi með svipuðum hætti og þeir höfðu gert á Islandi o. s. frv. Hugmyndir sínar um lög og rétt höfðu grænlenzku landnámsmennirnir auðvitað líka frá íslandi. Um þessi atriði eru að vísu helzt til fáar sagnir. En sú vitn- eskja, sem um þau hefur geymst, sýnir það þó tví- mælalaust, að ríkisskipun sína hafa Grænlendingar al- gerlega sniðið eftir skipulagi því, sem þeir höfðu kynnst á íslandi. Því voru goðorðin á Grænlandi með sama hætti setn á íslandi". Ég tel þessa greinargerð ekki geta leitt til neinnar réttrar ályktunar um málið. Hefði ekki verið réttara fyrir mann, sem gera hefði átt grein fyrir réttarstöðu Grænlands, að byrja þes?a ræðu með því, að segja, að landnámsmenn Grænlands hefðu allir verið þegnar hihs ísl. þjóðfélags, bundnir af böndum þess, hvar sem þeir fóru, en halda jarðvegsrannsóknum sínum utan við þetta mál? Það er auðvitað röng hugsun hjá höfundi, er hann segir, að „hugmyndir sínar um lög og rétt hafi land- námsmenn Grænlands haft frá Islandi", eða að „ríkis skipun (þ. e. þjóðfélagsskipun) sína hafi Grænlending- ar algerlega sniðið eftir skipulagi því, sem þeir höfðu kymist1) á Islandi", þjóðfélaginu, sem þeir sjálfir höfðu fæðst og lifað í, bundnir af þjóðfélagsbandi þess og lögum, sem valdskipulagi þjóðfélagsins, og þeir voru skyldir til að starfrækja með dómsvaldi og lögreglu- valdi því, er þeir fóru með, — en til þess að geta gert þetta varanlega fyrir mikinn mannfjölda, urðu þeir að setja á fót stofnanir hins ísl. þjóðfélags á Græn- landi. Myndi ekki dómbær maður hafa sagt, að land- námsmenn Grænlands hefðu ekki aðeins flutt lög ís- lands með sér til Grænlands, heldur einnig h'ið íslenzka þjóðfélag? Ókunnugleika sinn um almennustu undir- stöðuatriði réttarsögu og stjórnlagafræði, og þar með getuleysi sitt til að ná fræðimannlegum tökum á efn- inu, sýnir Einar með þvi, að kalla Grágásarþjóðfélagið á Grænlandi ríki í öðru orðinu, en gera í hinu ráð fyrir því, að þjóðfélagsband þess sé ekki bindandi og að þjóðfélagsvald þess sé algerlega magnlaust. 3) Leturbreyting mín, 37D VÍKI N □ UR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.