Samvinnan - 01.10.1933, Side 25
SAMVINNAN
247
með því, að vinnulaun ætti frekar að hækka en lækka1).
Reynslan í þeim löndum, sem hafa stytztan vinnudag
(Ástralía, Bandaríkin, England) sýnir líka, að verkamenn
eru þar afkastameiri og vinnulaunin hærri.
Til þess að góður árangur náist af því að stytta
vinnutímann, þarf að gæta ýmissa skilyrða, sem ekki er
enn gert í öllum löndum1). í fyrsta lagi verður að krefj-
ast þess fyrst, að verkamenn samþykki að vinna af
meira kappi en áður, til þess að vega þannig upp á
móti styttingu vinnudagsins. En þetta vilja verkamenn
yfirleitt ekki, t. d. í Frakklandi, því að þeir fullyrða, að
með því móti ynni þeir ekkert á sjálfir, heldur hjálpuðu
þeir þá aðeins vinnuveitandanum að auka gróða sinn.
Þeir vilja, að minnkun vinnumagnsins verði til þess að
neyða vinnuveitendur til að fjölga verkamönnum, því að
eftir skoðun þeirra myndi það leiða til þess að koma í
veg fyrir atvinnuleysi og hækka vinnulaunin. — í öðru
lagi verður að gæta þess, að jafnvel þótt verkamenn
hafi góðan vilja á að afkasta meiri vinnu á skemmri tíma,
þá er það ekki nóg, þeir verða þá líka að g e t a það, því
að þessi aukni vinnuhraði og kapp heimtar meira þol og
aðsætni, sem ekki er öllum mönnum gefið. Franskur
verkamaður getur t. d. ekki gætt jafnmargra vefstóla í
*) Samt má ekki fara með þetta út í öfgar, t. d. að halda
því fram, eins og sumir jafnaðarmenn gera, að því skemur sem
unnið sé, því meiri verði framleiðslan. það er varasamt að við-
hafa röksemdir, sem rekast hver á aðra — fullyrða i fyrsta lagi,
að stuttir vinnudagar auki framleiðslumátt vinnunnar, en í
öðru lagi, að stuttir vinnudagar veiti öllum meiri atvinnu og
komi í veg fyrir atvinnuleysi. það er augljóst, að ef verka-
menn framleiða meira með stuttum vinnudögum, þá þarf ekki
að fjölga verkamönnum. Menn verða því að velja á milli þess-
,ara tveggja röksemda. Og allt virðist benda til þess, að verka-
menn taki hina síðari fram vfir hina fyrri.
x) Sjá um þetta efni hið ágæta rit Úber das Verhái.t-
nis von Arbeitslohn und Arbeitszeit jur Ab-
1 e i s t u n g, eftir próf. Lujo Brentanos (til í sænskri þýð-
ingu eftir S. A. Andrée).