Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 28
250
SAMVINNAN
Aðallega er það í heimaiðnaði, sem vinnutími er afar
langur. 0g þetta ástand stendur í sambandi við það, hve
lág vinnulaunin eru, hve lélegir hollustuhættir eru þar,
sem vinnan er unnin í sömu herbergjum og höfð eru til
íbúðar, stundum jafnvel í einu stofunni, sem heimilið hef-
ir til umráða handa öllu fólkinu, og þar við bætist, að
milliliðir eru mdli vinnuveitanda og verkamanna. Þetta
er hið svonefnda sweating-system (sjá I. bindi,
bls. 134). Þar sem svo stendur á, væri mest þörf á af-
skiptum ríkisins, en þar væri það líka erfiðast, bæði frá
réttvísinnar sjónarmiði, því að lögin mega ekki grípa
fram í á heimilunum, og eins vegna framkvæmdanna, því
að jafnvel þótt verkstofur á heimilum ætti að vera háðar
atvinnueftirliti, þá myndi umsjónarmenn eiga erfitt með
að finna þær allar og líta þar eftir sem skyldi.
Menn segja oft, að nú á tímum, þegar hagsmunir
alls iðnaðar eru hinir sömu alstaðar og samkeppni á svo
' háu stigi á milli þjóðanna, þá sé það næsta erfitt að tak-
marka vinnutímann eftir ósk verkamanna í einu einstöku
landi, án þess, að það skapi því landi verri aðstöðu gagn-
vart öðrum löndum1). Það væri því óskandi, að hægt væri
með almennu samkomulagi milli ríkja yfirleitt að tak-
marka vinnutímann og jafnframt að koma á ýmsum öðr-
um reglum til verndar verkamönnum. Þetta viðfangsefni
yrði þáalþjóðlegt;en reyndar myndi það ekki verða
til þess að gera það hægara til úrlausnar að öðru leyti2).
1) Að vísu hafa verkamenn í Ástralíu ekki nema átta
stunda vinnudag, en það kemur til af þvi, að sú heimsálfa er
svo auðug að náttúruöflum og er vel varin gegn samkeppni frá
Norðurálfu vegna þess, hve afskekkt hún er.
2) í Berlín kallaði þýzkalandslceisari saman alþjóðaráð-
stefnu árið 1890, til þess að rœða verkamannavernd. í þeirri
ráðstefnu tóku þátt öll Evrópuríkin. þar voru samþykkt mörg
ákvæði til hagsbóta verkamönnum, en flest af því hefir setið
við orðin tóm. En árið 1900 höfðu nokkrir franskir og belgískir
prófessorar í hagfræði forgöngu að því, að stofnað var í París
„alþjóðafélag til lögfestrar vemdar verkamönnum". það félag
hefir skrifstofu í Basel.