Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 45
SAMVINNAN
267
írankar1). En sannast að segja, vita menn þó allt of lítið
um þetta efni. Og’ ennþá minna vita menn um það, hver
upphæð sú verður, sem ríkið þarf að greiða. Menn hafa
áætlað hana 300 miljónir franka á ári, þegar tryggingin
er gengin í gildi að öllu leyti2).
Skyldutryggingarnar hafa þann kost í för með sér,
að þær tryggja nærri því öllum verkamönnum styrk.
Vér segjum n æ r r i þ v í vegna þess, að enda þótt trygg-
ingin sé skyldubundin, eru þó alltaf þeir menn til, sem
ekki hafa greitt lágmark iðgjalda, sem krafizt er til
styrks. Það getur t. d. komið af því, að þeir eru á flæk-
ingi í stað þess að vinna og ýmsar orsakir aðrar geta
valdið því, að þeir fara varhluta af ellistyrknum. En
skyldutryggingum fylgja aftur á móti ýmsir annmarkar,
t. d. sá, að þær íþyngja bæði vinnuveitöndum og verka-
mönnum með allþungum álögum, ennfremur hlýtur að
Ef verkamaður getur frestað því að þiggja styrk til 65 ára
aldurs og greiðir iðgjöld þangað til, hækkar styrkurinn miklu
meira en halda mætti af þessum fimm ára mismun, sem virð-
ist næsta lítilvægur; hann hækkar þá upp í 478 franka. þetta
stafar af því, að vextimir aukast mest síðustu árin vegna vaxta-
vaxtanna. Lögin mæla svo fyrir, að ellistyrkur sé nokkru
hærri fyrir þá, sem hafa alið upp þrjú börn.
í þýzkalandi er ellistyrkurinn breytilegur eftir hæð vinnu-
launanna; lægstur er hann 135 frankar, en hæstur 285 frankar
á ári. Hann er því miklu lægri en í Frakklandi, enda þótt
hann byrji miklu síðar. Vér höfum áður bent á, að þýzkir
verkamenn fá mildu oftar öryrkjastyrk en ellistyrk, og er það
þeirn miklu betra, því að hann getur komizt upp í 435 franka.
2) það gerir alla reikninga um þessi efni óvissa, að lögin
öðlast ekki að fullu gildi fyrr en eftir allt að því fjörutíu ár.
Menn hafa þó litið svo á, að ekki væri unnt að láta verka-
menn bíða svo lengi. Lögin hafa þess vegna sett bráða-
birgðaákvæði urn það, að veita skuli ellistyrk öllum þeim,
sem ná sextugsaldri jafnótt og þeir ná því marki. Og þar eð
þeir hafa mjög lítil eða jafnvel engin iðgjöld goldið, sem
fyrstir fá styrkinn, verður ríkið að sjá fyrir þeirn gjöldum.
Enda þótt sá styrkur sé miklu lægri en ellistyrkurinn á að
verða, þegar lögin eru komin á að fullu, hefir þetta þó allþung-
an útgjaldaauka í för með sér.