Samvinnan - 01.10.1933, Page 87
S A M V I N N A N
309
til framleiðslukostnaðar leiguna af þessari jörð og hús-
um, rentuna af fénu og launin fyrir vinnuna? Og skiptir
það nokkru máli, að höldurinn sjálfur leggur þetta til, en
fær það ekki að láni? Ef hann hefði ekki lagt það í þetta
fyrirtæki, þá hefði hann getað hagnazt á því með öðru
móti. Hann hefði getað leigt hús sín, lagt fé sitt í arð-
vænlegt fyrirtæki annars staðar og hagnýtt sér vinnukraft
sinn og vit með öðru móti. Hann verður því að reikna sér
tekjur af þessu öllu í fyrirtæki sínu, og þær tekjur verða
ao minnsta kosti að samsvara því, sem hann hefði getað
fengið annars staðar. Ef hann getur ekki gert ráð fyrir
því, leggur hann ekki út í fyrirtækið1).
Ennfremur á höldurinn alltaf eitthvao á hættu, því
að hverju iðnfyrirtæki fylgir áhætta; það getur haft tap
í för með sér í staðinn fyrir gróða. Hér kemur því önnur
tegund framleiðslukostnaðar, sem bætist við hina fyrri.
En nú mætti spyrja sem svo: Við hvað á að miða,
þegar reiknaðir eru ýmsir þættir framleiðslukostnaðar ?
Hvað á að telja persónulegt tillag höldsins sjálfs?
Húsaleiguna er mjög auðvelt að reikna. Hún er met-
in til þess verðs, sem höldurinn yrði að greiða fyrir hana,
ef hann tæki sömu hús á leigu af öðrum.
Einnig er auðvelt að reikna tilkostnaðinn á fénu. Þá
er miðað við venjulega rentu eða þá rentu, sem höldur-
inn greiðir af því fé, sem hann fær að láni. Það er líka
J) Samt sem áður munu menn finna það við nánari athug-
un, að til eru ýmis fyrirtæki í hverju landi, sem ekki gefa nóg
af sér í venjulega vexti af því fé, sem í þau er lagt. Hvernig
geta menn haldið slíku ófram? — Skýringin á þessu finnst,
þegar nánar er athugað eðli fjárins, sem í slíkum fyrirtækjum
er fest. Ef féð er fast, er það ógerningur að verja því öðrúvísi
en til hefir verið stofnað, þótt menn fegnir vildi. Menn eiga
því ekki aðra kosti að velja en þá, að láta skeika að sköpuðu
um féð eða láta sér nægja þann arð, sem af því fæst, hversu
lítill sem hann kann að vera. Og það er augljóst, að menn
velja síðari kostinn, því að betri er hálfur skaði en allur. Slíkt
ástand sem þetta er algengt í járnbrautarfvrirtækjum, spor-
brautum, námum o. fl.