Samvinnan - 01.10.1933, Page 115
S A M V I N N A N
337
orðið neyzla eins og það er notað hér, og verður því að
vara við nokkrum atriðum.
1. í fyrsta lagi mega menn ekki halda, að neyzla sé
sama sem e y ð i n g. Að vísu lítur stundum svo út, og-
þess vegna er þessu tvennu stundum ruglað saman. Sum-
ar þarfir, t. d. þörf fæðis og hita, eru þannig vaxnar,
að þeim verður ekki fullnægt nema með gjörbreytingu nyt-
semda þeirra, sem til þess eru nauðsynlegar. Til þess að
hafa not brauðs og víns, þ. e. a. s. að breyta þeim 1
hold og blóð, verðum vér að eta brauðið og drekka vínið,
og til þess að hita oss á brenni verðum vér að brenna því,
þ. e. a. s- að breyta því í ösku og reyk.1)
En margar eru þær þarfir, sem hægt er að fullnægja
án þess að nokkur eyðing fari fram. Nytsemdir þær, sem
þörfinni fullnægja, eru þó að mestu óbreyttar eftir. Svo
er t. d. um hús, garða, mynt, húsgögn, listaverk. Að vísu
eiga slíkir hlutir ekki ævarandi gildi, og venjulega eyð-
ast þeir fyrr eða síðar, hvort heldur er af slysum eða fyr-
ir tímans tönn. En slík eyðing er ekki neyzlunni að kenna.
Það sést bezt á því, að vér reynum einmitt að gera hlutina
svo endingargóða sem unnt er. Ef vér gætum gert hluti,
sem ekki væri hægt að eyða (klæði, húsmuni, hús o. fl.),
þá myndi þeir fullnægja þörfum þeim, sem ætlað er, miklu
betur. Þá yrði þeir nothæfir um aldir alda og öllum hlut-
um betur fallnir til neyzlu. Framfarir í neyzlu eru ein-
mitt í því fólgnar, að neyta eins margs og mikils og hægt
er, en eyða svo fáu og litlu sem frekast er unnt. Göfg-
asta neyzla, sem til er, er sú að njóta fegurðar. Hún
skaðar á engan hátt nytsemd þá, sem neytt er. Það er
ekki áhorfendunum að kenna, að Venus frá Milo er brotin.
x) Hér er að vísu ekki um annað að ræða en breytingu á
nytsemi hlutanna og gildi. þeir eru ekki þar með gerðir að
engu. það er augljóst, að maðurinn getur ekki með neyzlunni
gert neitt að engu; alveg eins og honum er ekki unnt að
gera neitt a f e n g u með framleiðslunni. Efnafræðingur með
fullkomin tæki í höndum myndi alltaf geta fundið aftur hverja
eind af fæðu þeirri, sem etin er.
22