Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 160
382
S A M V I N N A N
En þessar tvær athafnir eru hvor annarri óháðar, því að
sparnaðurinn hefir sitt eigið takmark, er sjálfum sér
nógur. Og það út af fyrir sig, að sjá fyrir komandi
þarfir, er mikilvægt; hitt er annað mál, hvernig það fé
er gevmt, sem sparað er saman.
Sparsemin hefir lengi verið lofsungin af hagfræðing-
unum og talin einasta auðsuppsprettan og einasta bjarg-
ræði verkalýðsins. Samt er ekki hægt að segja, að allur
almenningur hafi hneigzt svo mjög að sparnaði, og til eru
þeir meðal stærri spámanna, sem ekki hafa gert það
heldur, t. d. sagði Montesquieu: „Ef þeir auðugu eyða
ekki miklu, þá deyja þeir fátæku úr hor“.
Ef til vill má sameina þessar tvær skoðanir og segja
sem svo, að þeir fátæku eigi að spara og þeir ríku að
eyða. Því er líka oft haldið fram. En hvað er um það að
segja?
Fyrst skulum vér athuga aðstöðu fátæklinganna,
sem fyrst og fremst er ráðið til að spara. Að vísu er
sparsemi alltaf hugsanleg, jafnvel hjá þeim allra fátæk-
ustu, því að þarfir manna eru undursamlega breytilegar.
Eins og þær geta þanizt út fyrir alla aðgæzlu geta þær
einnig skroppið saman í hér um bil ekki neitt. Maður,
sem ekki hefir efni á að kaupa sér meira til matar en
einn smábrauðhleif á dag, getur ef til vill vanið sig á að
eta aðeins annan hvern dag og sparað þannig helming af
cekjum sínum. Allir vita, að verkalýðurinn hefir ráð á
að fleygja út miljörðum fyrir tóbak og brennivín. En
hitt er víst, að þá miljarða gæti hann sparað, ef hann
vildi, og það færi betur, ef hann gerði það.
En það er hægast að ráðleggja fátækum mönnum
hátíðlega að spara og spara. Hitt er annað mál, að þær
ráðleggingar eiga oft engan rétt á sér, svo er t. d. þegar
sparnaðurinn kemur niður á lífsnauðsynjum og réttmæt-
um þörfum, þá er hann fremur til tjóns en nytsemi. Það
er óskynsamlegt að fórna nútíð fyrir framtíð. Hvert það
gjald, hvort heldur er einstaks manns eða almennings,
sem verða má til þess að auka andlegan eða líkamlegan