Samvinnan - 01.10.1933, Side 162
384
S A M V I N N A N
ingar þeir, sem hann geymir í kistu sinni eða grefur í
jörð? Hver peningur er, eins og vér vitum, einskonar á-
vísun, sem veitir handhafa rétt til að öðlast vissan hluta
af nvtsemdum þeim, sem til eru. En sá, sem sparar pen-
inga sína, gerir ekki annað en að afsala sér þeim rétti.
Og hann um það. Hann gerir engum öðrum mein með
því. Þess skerfs, sem hann gat veitt sér til neyzlu, en af-
salar sér, hans verður neytt af öðrum. Það er allt og
sumt1).
Gagn það, sem þjóðfélagið hefir af sparnaðinum,
e.v í því fólgið, að með sparsemi einstakra manna safnast
fyrir handbært fjármagn, sem hægt er að verja í ný
fvrirtæki. Gagn þjóðfélagsins er því hið sama og gagn
einstaklinganna: að sjá fyrir framtíðarþörfum. Frakkland
er iðnaðarstórveldi, enda þótt nágrannalönd þess standi
feti framar að fólksfjölda, starfsorku og vélamenningu.
En það er fyrst og fremst því að þakka, að Frakkar
kunna að spara2).
Þar eð sparsemi er hverju landi nytsamleg, verður
hún skylda hvers þess, sem sparað getur, án þess að
réttmætar þarfir séu vanræktar. Sparnaðarmennirnir eru
— eða ættu að minnsta kosti að vera — „fjárhirðar“ rík-
isins í þess orðs fyllstu merkingu.
J) það sem er ámælisverðast við maurasöfnun er, að
maurapúkinn dregur fé úr umferð og svíkst þannig um að
vinna í þágu þjóðfélagsins. Að öðru leyti er maurapúkinn al-
gerlega meinlaus persóna. Að vísu getur slík maurasöfnun orð-
ið skaðleg, ef safnað er þeim verðmætum, sem ekki þola gevmsl-
una og eyðileggjast.
En hvað vrði um iðnað og verzlun, ef auðmenn spöruðu
allar tekjur sínar og lifði á vatni og brauði? þá myndi stöðv-
ast framleiðsla þeirra hluta, sem ætiuð er til neyzlu auðugu
stéttanna. En framleiðsla lífsnauðsnyja héldi áfram. Og þar eð
uuðmenn gæti ekki lagt fé sitt í aðra framleiðslu, myndi hún
aukast og verðfall verða á helztu nauðsynjavörum.
2) þýzki ríkiskanslarinn Búlow komst þannig að orði í
ríkisþinginu 1908: Frakkland á auðæfi sin því að þakka, að
jörðin er góð, fólkið er framtakssamt og vel gefið, en þó framar
öllu öðru, að það kann að spara.