Samvinnan - 01.10.1933, Side 175
S A M V I N N A N
397
nýting sé sams konar athafnir, þótt það tvennt fari að
vísu saman.
Spamaðurinn er skilyrði arðnýtingar, því að ekki er
hægt að arðnýta annað fé en það, sem sparað hefir verið
saman, og þess vegna er það, að almenningur og jafnvel
hagfræðingar líka blanda þessu tvennu saman. En sparn-
aður er ekki sama og arðnýting. Að spara er að neita
sér í bili um neyzlu einhverrar nytsemdar, fresta neyzlu
hennar; það er líka kallað að leggja fyrir, til þess að geta
gripið til þess síðar, þegar mest á liggur. Arðnýting
er aftur á móti það, að gera fé sitt arðbært, þ. e. a. s. að
neita sjálfum sér um neyzlu þess og fá hana öðrum í hend-
ur, sem hagnýta féð í einhverjar framleiðsluþarfir (al-
gengast er að nota féð í verkalaun). Arðnýtingin er því
ekki neyzluathöfn, heldur framleiðsluathöfn.
Aður fyrr var varla um aðra arðnýtingu að ræða en
jarðakaup. Önnur arðnýting var nærri því óhugsandi, og
það af tveimur ástæðum.
1. Peninga var ekki hægt að leggja á vöxtu, þegar
bannað var að taka rentu, að minnsta kosti var það ekki
hægt án þess að fara í kringum lögin. Hinir stóru lán-
takendur, hlutafélög og ríki, voru þá ekki til, og leigu-
bústaðir voru þá ekki til, heldur bjó hver maður í sínu
eigin húsi. Við peninga var þá naumast annað að gera
en safna þeim í handraðann. Enn er þetta svo í austur-
löndum, þar sem bannað er að taka vexti1).
2. Ennfremur vantaði annað, sem ekki er síður nauð-
synlegt, það var almennt öryggi. Menn láta ekki
sparifé sitt af hendi til hagnýtingar öðrum mönnum,
nema í fullri vissu um að fá það aftur, en til þess þarf
x) Landstjórinn i Egvptalandi, Cromer iávarður, segir frá
þvi í skýrslu sinni 1907, að sliei k nokkur hafi keypt þar jarð-
eign fyrir 25000 sterlingspund, og hálfri stundu eftir að hann
skrifaði undir kauþsamninginn, kom hann með langa lest múi-
asna, hlaðna af peningum, sem hann hafið grafið up]) úr garði
sínum.