Andvari - 01.07.1962, Page 5
BJARNI BENEDIKTSSON:
EINAR ARNÓRSSON
Byrði betri
berrat maðr brautu at,
eu sé mannvit mikið,
auði betra
þykkir þat í ókunnum stað.
Einar Arnórsson bar ekki auð úr lö,ðurgarði. Faðir lians, Arnór Jónsson, var
félítill bóndi og hvarf frá búskap skömmu eftir að hann missti konu sína, Guð-
rúnu Þorgilsdóttur, þegar Einar sonur þeirra var 17 ára skólapiltur í lærða skól-
anum í Reykjavík.
Einar Bjarnason, ríkisendurskoðandi, sem nú er manna ættfróðastur á landi
hér, rekur ætt Einars Arnórssonar svo:
Arnór var fæddur 20. júní 1839 og var faðir hans Jón bóndi á Neðra-
Apavatni Jónssonar, bónda í Reykjanesi í Grímsnesi Sigurðssonar í Miðdalskoti
í Laugardal Sigurðssonar bónda á Hofi í Vesturdal í Skagafirði Jónssonar, sem
býr í Flatatungu í Skagafirði 1703, Sigurðssonar. Móðir Arnórs var Guðrún
Jónsdóttir bónda á Neðra-Apavatni Jónssonar og k. b. Ingveldar Jónsdóttur s.st.
Sturlusonar á Þórustöðum í Grímsnesi Jónssonar s.st. Sturlusonar Hallvarðssonar.
Móðir Jóns í Reykjanesi, kona Sigurðar í Miðdalskoti, var Gróa Greipsdóttir,
bónda á Reykjavöllum í Biskupstungum Þorsteinssonar s.st. 1703 Halldórssonar.
Móðir Gróu, kona Greips, var Guðlaug systir Ásmundar lögréttumanns í Laugar-
dalshólum Þorsteinssonar.
Móðir Einars, kona Arnórs á Minna-Mosfelli, var Guðrún tædd 15. maí
1837 Þorgilsdóttir á Stóru-Borg í Grímsnesi Olafssonar bónda í Miðengi í
Grímsnesi Þorgilssonar s.st. Ormssonar smiðs s.st. Asmundssonar bónda í Bræðra-
tungu Jónssonar. Kona Þorgils Ormssonar, móðir Ólafs í Miðengi, var Guðrún
Olafsdóttir bónda í Llaukadal í Biskupstungum Gunnarssonar bónda á Gýgjar-
hóli í Biskupstungum Gestssonar.
Kona Ólafs í Miðengi Þorgilssonar, var Sigríður Guðmundsdóttir á Hömr-
um í Grímsnesi Jónssonar s.st. Ólafssonar. Kona Þorgils Ólafssonar, móðurmóðir