Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Síða 8

Andvari - 01.07.1962, Síða 8
118 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVABI vísu allir fcngið ágæta undirstöðu við laganániið í Kaupmannahöfn. Megin- reglur voru hinar sömu í dönshum rétti og íslenzkum, en þeir meinbaugir á, að þ ar hafði aldrei að neinu gagni verið gerð grein fyrir íslenzkri löggjöf, og að sjálfsögðu fór kennslan frarn á dönsku. íslendingar áttu fornt lagamál, en vísindaleg heiti á nútímahugtökum voru ýmist ekki til á íslenzku eða notkun þeirra mjög á reiki. Kennslubækur á íslenzku um íslenzka lögfræði voru engar til. Allir hófust hinir fyrstu lagakennarar þegar handa um samningu kennslu- bóka í greinum sínum. En mjög her af, hversu Einar reyndist afkastamestur, orðhagastur og skýrastur í framsetningu af þessum brautryðjendum, sem allir voru hinir mætustu menn. I aðalkennslugrein sinni, réttarfari, skrifaði Einar bækur um alla þætti þess og eru nokkur bókaheitanna talin í þessari vísu Tómasar Guðmundssonar, senr hann kvað á námsárum sínum. (")! Elversu ljúft er að lesa um Lögbann og kyrrsetning en þó um Uppboð og undirboð og Afrýjun glaðast ég syng. Og loks, þegar Aðför er úti og eygló er sigin í mar, þá dreymir mig himneska drauma um Dómstóla og réttarfar. Dómstólar og réttarfar var grundvallarritið, og kom það út þegar 1911 — 13. Næst kom Meðferð opinherra mála 1919. Hin síðari réttarfarsrit Einars voru öll fjölrituð, sum oftar en einu sinni: Áfrýjun einkamála, 1921, Afhrigðileg með- ferð einkamála í héraði, 1922, Llppboð og undirboð (sem fjölritað var eftir fyrirlestrum Einars, án þess að hann ætti sjálfur þátt í útgáfunni) 1923, íslenzkur skiptaréttur, 1924, Kyrrsetning og lögbann, 1925, og Aðfarargjörðir, 1929. A fyrri kennsluárum sínurn kenndi Einar einnig réttarsögu og las þá fyrir stúdentum drög að íslenzkri réttarsögu, en aldrei hirtist það rit í heild. Síðan tók Einar við kennslu í stjórnlagafræði. Samdi hann þá og gaf 1927 út Ágrip af íslenzkri stjórnlagafræði. Það var einskonar viðbót við íslenzka stjórnlaga- fræði Lárusar H. Bjarnasonar, sem út hafði komið 1913, en var að verulegu leyti orðin úrelt vegna stjórnarskrárbreytinganna 1915 og 1920. Síðar gaf höf- undur þessarar greinar stjómlagafræði Einars aftur út fjölritaða ineð viðaukum og hreytingum 1935. Meðal kennslubóka Einars ber enn að telja Þjóðréttarsamband íslands og Danmerkur, sem birtist 1924 og kom 1926 út í danskri þýðingu eftir Jón H. Sveinhjörnsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.