Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 15
ANDVARl
EINAR ARNÓRSSON
125
Sjáll eignuðust þau Einar og Sigríður 6 börn: frú Ingibjörgu, Guðrúnu, sem lézt
1928, frú Aslaugu, sem lézt 1947, frú Asgerði, frú Hrafnhildi og Loga yfir-
sakadómara í Reykjavík. Frú Sigríður andaðist 11. ágúst 1960. Hún var ágæt
liúsmóðir og myndarkona í hvívetna, en heilsuveil mjög hin síðari ár.
Einar var með afbrigðum umhyggjusamur heimilisfaðir og heimiliskær.
Hann var góður taflmaður og stundaði þá íþrótt lengi. Hann hafði gaman af
að spila við kunningja sína en frábitinn allri óreglu og lítt hneigður til veizlu-
fagnaðar, þótt hann drykki glas af víni, ef svo bar undir.
Einar þótti hygginn fjármálamaður og komst til sæmilegra efna. Sagði
liann mér eitt sinn, er við röbbuðum saman að aflokinni opinberri veizlu, að
hann teldi það hafa háð sér lengi vel, að hann hefði viljað forðast að verða
aftur svo örsnauður sem hann var í æsku. Má og nærri geta, að Einar hefur
olt þurft að leggja hart að sér, ckki sízt á æskuárum, er hann varð einn og
óstuddur að ryðja sér braut. E. t. v. minntist bann þess með því að spara
ekkert til menningar og þroska barna sinna, utanlands og innan.
Einar var meðalmaður á hæð, grannvaxinn, andlitsdrættir austrænir og
nokkur dulúð yfir svipnum. Þótt eigi væri hann fyrirferðarmikill, hlutu allir
að veita honum eftirtekt, þar sem hann kom á mannamót. Ekki var hann mann-
blendinn að jafnaði, en gat verið skrafhreifinn og manna skemmtilegastur,
stundum kaldhæðinn í tilsvörum. Hann var ekki allra vinur en manna trygg-
astur vinurn sínum. Engan kennara hefi ég haft, sem betur kunni að gera
viðfangsefnið lifandi, enda tók hann gjarnan dæmi máli sínu til skýringar. Fyrir
kom, að gráglettni gætti í viðbrögðum hans, ef honum þótti grunnfærnislega
svarað. Einskisvert fjas og bollaleggingar um það, sem ekki verður um vitað,
geðjaðist honum lítt. Hann var því ekki að allra skapi, þó að enginn efaðist
um yfirburði hans.
Einar var um margt yfirburðamaður. Afköst hans eru með ólíkindum.
Hann skrifaði merk sagnfræðirit, endurnýjaði íslenzkt lagamál, lagði grundvöll
að sumum greinum íslenzkrar lögfræði, sarndi umfangsmikla lagabálka, kenndi
heilli kynslóð lögfræði, var nær hálfan mannsaldur í æðsta dómstóli þjóðar-
innar og flutti á elliárum sum umfangsmcstu mál fyrir hæstarétti. Samhliða
þessu sinnti hann lengst af margháttuðum framkvæmdastörfum, sat um skeið
á Alþingi, var tvívegis ráðherra og átti þá flestum fremur þátt í að móta þá
atburði, sem leiddu til fulls sjálfstæðis þjóðarinnar. Sá, sem allt þetta afrekaði,
hefur sjaldan slegið slöku við.
Einar Amórsson gekk til starfa að morgni hins 29. marz 1955 eins og
vandi hans var, en varð bráðkvaddur heima hjá sér þá um hádegisbil. Hann
starfaði til síðustu stundar, og mun starfa hans lengi sjá stað.